Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 89
MOEGUNN
209
Vér geturn tæplega hugsað oss, að nokkur nútíðar-
maður mundi orða þetta svona — hvað sannfærður sem
hann væri um upprisu Krists, og um guðdóm hans og
um upprisu sjálfra vor. Nútiðarmenn hugsa sér ekki
dauðan sem neitt tröll eða ferlíki, sem geti »haldið«
neinum. Hann er i þeirra augum sú breyting, að menn
fiytjast inn í æðra líf, eða hliðið, sem menn fara iun
um inn í undirborg hins himneska lifs, eins og Longfellow
kemst að orði. Þeir fá ekki heldur séð, hvernig pað að
hann birtist eftir dauðann á að geta verið sönnun fyrir
guðdómi hans, eða því, að hann sé sigurvegari syndar-
innar, dauðans og djöfulsins. En ef menn kynnu að
fallast á það, að upprisa hans sé sönnun þessa alls, þá
mun þeim örðugt að samræma það við niðurlag greinar-
innar. Sé upprisa Jesú Krists sönnun þess, að hann sé
guð, þá getur hún tæplega sannað mikið um oss, mjög
svo ófullkomna menn. Nútíðarmenn, sem trúa á guðdóm
Kri8ts, reisa allB ekki þá trú á upprisu hans. Sá atburð-
ur er í augum nútíðarmanna ekkert annað en það, að
Jesús Kristur birtist hér á jörð eftir líkamlegan dauða og
sannar þar með það, að í þeiin dauða slokni ekki líf
mannverunuar sjálfrar. Þetta framhaldslíf eftir líkam-
legan dauða hugaa víst íiestir menn sér nú á dögum, að
gerist samkvæmt allsherjar náttúrulögmáli og komi ekki
guðdómi Krists neitt við.
Loks skulum vér benda á ummæli kversins um
afdrif þeirra manna, sem dáið hafa í syndum sínum. I
kafianum »um syndina* er þessi grein:
»Eilífur dauði er œfinleg útskúfun frá guði og œfin-
leg hegning, sem bíður óguðlegra í öðru lifi, þá er þeir
hafa í þessu lífi, án yfirbótar haldið áfram i syndunum, og
án afláts hafnað guðs náð«.
Svo mikilvæg er þessi kenning talin, svo áríðandi
að ungmennin festi sér hana i huga, að siðar i kverinu,
í kaflanum »um dauðann, dómsdag og annað líf«, er hún
rifjuð upp með þessari grein: