Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 70
190
MORGUNN
í ljós) eftir raismunandi langan tíma, stundura mjög stutt-
an, stundum eina klukkustund eða meira. Þau byrja
alt af með sársaukatilfinningu hjá miðlinum. Hún stynur
og veinar við og við, nærri því eins og kona í barns-
nauð. Mest er um þessi vein rétt um leið og líkamning-
in kemur í ljós, en þau minka eða hætta, þegar myndin
er orðin fullkomin.
Fyrst koma í ljós lýsandi, fljótandi blettir á stærð
við matbaun og alt að stórum silfurpening. Þessir blettir
eru á víð og dreif á dökkum búningi miðilsins, einkum
vinstra megin.
Þetta fyrirbrigði er fyrirrennari og kemur stundum í
1 jós þremur stundarfjórðungum til einni klukkustund á und-
an hinum fyrirbrigðunum. Stundum er þvi slept og stund-
um ber það við, án þess að neitt annað komi á eftir.
Efnið streymir sérstaklega frá hvirflinum, frá brjóstvört-
unum, og frá fingurgómunum.
Oftast kemur það þó úr munninum og þar er hæg-
ast að athuga það; sést þá, að efnið kemur úr innra yfir-
borði á kinnunum, gómloftinu og tanngarðinum.
Efnið er margvíslegt útlits. Stundum er það —
og þá er það einkennilegast — líkt og þétt deig, verulegt
frymi8-þykni. Stundum eins og fjöldi af smágerðum
þráðum; stundum eins og mismunandi gildir strengir í
þröngum og beinum línum; stundum eins og breitt band;
stundum eins og smágerður vefur, illa afmarkaður og ó-
skipulegur. Kynlegast er það þegar það Jíkist stórri
himnu með þykkildum og kögri, sem er yfirleitt ein-
kennilega líkt hnökrum á netju. í fám orðum sagt, efnið
er óformað eða öllu heldur fjölformað.
Mjög er það misjafnt, hveru mikið streymir út af
þessu efni. Stundum er það afarlítið, stundum er það í
rikum mæli, og annars alt, sem þar er á milli. Það ber
við, að það hylji miðilinn alveg eins og skikkja. Litur-
inn á því getur verið þrenns konar: hvitur, svartur og
grár. Hviti liturinn virðist algengastur, ef tii vill af