Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 32
162
MORGUNN
málið að tekjugrein, smíða sér kassa, sem þeir loka. Inni
í kassanum er talsíma-útbúnaður, og í viðurvist miðilsins,
Bem engar tekjur heíir af miðilsstaríi sínu og er sonur á
heimilinu og stendur við kassann, kemur rödd, sem syng-
ur sálm. Þið getið haldið uppi samræðu, nokkrir menn
geta hlustað í einu, hver með sitt heyrnartól við eyrað,
sem sýnir að þetta er engin skynvilla og að búktal kemur
ekki til mála. Mér virðist, að hver skynsamur maður,
sem les þeBsa ritgjörð, verði að kannast við það, að radd-
irnar utan við séu það, sem við vitum, að þær eru, og að
þær séu sannaðar sem óyggjandi vísindaleg staðreynd«.
E. H. K.
Af dvöxtunum sþuluð þér þcþþju þd.
Erindi flutt í S. R. P. í. 31. niarz 1921.
[fiol(Uuð slytt].
Það er kunnugt, að ein af mótbárunum gegn afskift-
um af dulárfullum fyrirbrigðum er sú, að þau stafi frá
illum öndum, er leiki það að list og vana, að tæla menn
af réttri braut með því, að koma í gervi iátinna ástvina
þeirra. Þessarri skoðun er yíirleitt haldið fram af katólskri
kirkju, og hún á þó nokkur itök meðal prótestanta.
Gagnvart þessum tnönnum, sem neita ekki veruleik fyrir-
brigðanna, viröist það vera eini vegurinn, að biðja þá að
»prófa andana* og dæma sambandið eftir ávöxtum þess
— ekki vega það á neina þrönga kredduvog moð því að
spyrja «andana« t. d,, hvort Jesús Iíristur sé guð kominn
í holdinu, eða hvort skilningur þessarra eða hinna sér-
trúarflokka á friðþægingunni só réttur — heldurmeð því,
að athuga, hvort sambandið við verur þær, sera sjálfar