Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 115
MORGUNN
235
■öskju og sá eg gufumökk streyma þangað úr öllum áttum
og hér um bil á sama tíma var komið við litla fjöður,
og það olli því að veikur, litaður ljósgeisli varpaðist á
andlit sjúklingsins og mér fanst eg vita, að þetta væri
gert i því skyni að gefa kinum andlega líkama afi og
kraft, þegar eálin væri orðin laus. Eg sá einnig ömmu
barnsins (sem hafði andast nokkuru áður) dálitið álengdar
og rétti hún hendurnar í áttina til klæðieins, sem enn þá
var þar, og andans sem enn þá hélt áfram strokum sín-
um. öll var sýnin i björtu ljósi, dálítið fjólubláu að lit.
Hún hvarf, og nálægt fjórum og hálfum klukkuBtundum
aíðar hafði litla vinkonan mín fengið hvíld sína.
Húsið d Spítcilcistíg 9.
1.
Snemma á árinu 1918 dreymdi mig, að eg kæmi
■suður á Bergstaðastræt, og sæi húsið nr. 9 við Spítalastig,
sem líka stóð við Bergstaðastræti, í björtu báli. Eg var
ekki i neinum vafa um, þegar eg vaknaði að það var
]>etta hús, sem mig hafði dreymt og eg sagði konunni
minni drauminn, þegar eg var nývaknaður.
Þegar þetta hús brann 14. febr. síðastl., kom eg að
bálinu. Mér faast þá fyrst, sem eg hefði séð nákvæm-
lega þessa sjón einhverntima áður, en mundi ekki hve-
nær. En bráðlega rifjaðist draumurinn upp fyrir mér og
eg varð þá ekki í neinum vafa ura, að endurminningin
væri frá honum.
Reykjavík 11. júní 1921.
Isleifur Jónsson
2.
Kvöld eitt seint i janúar 1921 vorum við einar heima,
eg og stúlka, sem hjá okkur er. Við sátum inni í stofu
í mesta næði við vinnu okkar. Eg mun hafa verið að
sauma, en stúlkan var að hekla. Þegar við höfðum verið
16