Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 37
' MORGUNN
157
uppi yflr mér og hélt áfram að hreyfast eins og áður.
Koldimt var í herberginu. Eg fór fram úr rúminu og at-
hugaði alt, sem eg gat, hreyfði speglana, gluggatjöldin
o. s. frv. Þegar eg kveikti, s&st »þaðc ekki, en þegar
Blökt var, kom það strax í ljós og var enn kyrt, þegar
við sofnuðum. i nótt, sem leið, kom ekkert óvanalegt
fyrir Við vonumst eftir frekari fyrirbrigðum. Eg vil
geta þess, að í síðastliðnum júlí mistum við elsku litlu
dóttur okkar. Henni þótti ósköp vænt um okkur, og því
nær seinustu orð hennar við móður hennar voru þessi:
»Komdu með mér!« Hvað sem þetta fyrirbrigði kann að
hafa verið, er eg sannfærður um, að það var eitthvað
ekki jarðneskt. — Yðar o. s. frv.«.
Ungfrú H. A. Dallas segist hafa lesið bréf þetta, og
hefði sig langað til að svara og gefa bréfritaranum ein-
hver ráð, en það hafi farist fyrir. Einni eða tveim vik-
um eiðar las hún þó annað bréf i »Light« frá sama manni,
og segist hann þar liafa orðið var við sams konar fyrir-
brigði þann 18 , 19. og 23. marz, og i seinasta skiftið hafi
þeim fylgt högg í þvottaborðinu. Bað hann aftur i þessu
bl'éíi um ráðleggingar. Ungfrú Dallas réð nú af að skrifa
hr. Norman, og út úr því komst hún í kunningsskap við
þau hjónin, sannfærðiet um gildi fyrirbrigðanua og ritaði
loks um þau bók.
Næsta fyrirbrigðið bar við, þegar Normanshjónin voru
ein í húsinu með þeirri einu dóttur, sem þau áttu á lífi,
13 ára telpu. Hr. Norman hafða farið á fætur og niður
í eldhús, sett ketil upp á gasvól og farið síðan í rúmið
aftur. Framhald sögunnar segir hann þannig: »>egar
konan mín fór ofan fimm eða sex mínútum síðar, var eld-
urinn sloknaður, vatnið kalt og skrúfað fyrir gasið við
gasmælinn. Næsta dag kom þetta sama fyrir, þegar ofn-
inn var fullur af kökum, o. s. frv Næsta morgun þar á
eftir fór eins um ketilinn, og fyr er greint. Engin vinnu-
kona var í húsínu, og litla telpan okkar í fyrata og þriðja
skiftið í rúminu, en i annað skiftið í skóla*.
n