Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 64
184
MORGUNN
að þegar Begga — svo var hún i æsku nefnd — var f
skólanum, tóku nokkurar telpur sig til, að senaja auka-
ritgerðir um ýms efni, og báðu mig að lesa yflr og leið-
rétta. Atti jeg svo jafnframt að segja þeim afdráttarlaust
hvernig mér líkaði, en alt átti þetta að vera með mikilli
leynd; gott ef Guð mátti nokkuð af því vita! Hvað sem
því líður, máttu ekólabræðurnir ekki fá hinn minsta
pata af því. 0g til að tryggja sig enn betur, tóku þær
sér dulnefni. Dulnefnunum hvísluðu þær svo að mér
með mikilii leynd, og gerði jeg í vaaabók mína skrá yfir
þau. Nú vill svo til að dulnefni Kristbjargar byrjaði ein-
mitt á stafnum F. Jeg þykist alveg muna það með vissu,
en jeg ætla þó til frekari viesu að leita uppi vasabók
mina. Finni eg hana, skal eg annaðtveggja, leggja hlut-
aðeigandi blað hér innan í eða staðfest eftirrit af þvi, ef
eitthvað það er á blaðinu, er eg eigi get látið koma fyrir
sjónir ókunnugra. Jafnhliða heíi eg hugsað mór að skrifa
tveim bekkjarsyBtrum hennar og njósna um, hvort þær
vita um dulnefnið. Jeg gæti ímyndað mér, að þær
kynnu að hafa vitað eitthvað um það sakir vináttu, en
þó er eg ekki viss um það. Svo mikilvægt var þetta
leyndarmál þeirra, litlu telpnanna minna.
Nú bið eg yður að gæta þess, að eg fullyrði svo
sem ekki, að bókstafurinn F og ummæli Peters’ um
gælunafnið standi i þessu sambandi, en ekki get eg að
því gert, að kynlega »sló það mig« Mér finst það ekki
ólíklegt með öllu, og glögt skil eg það af bréfum hennar
fyr og siðar (til min), að gjarnan mintist hún námsins
frá Húsavik. Og jafnframt gat það verið, að hún hefði
viljað gofa mér porsónuloga sönnun, því að jeg vissi, að
hún taldi mig meðal vina sinna, og það ef til vill fram yfir
verðleika.
Með bestu óskum, vinsemd og virðingu.
Vald. V. Snœvarr.