Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 67
MORGUNN
187
^hefir að segja. Til þees er því meiri ástæða, sem þessi
atöðugu svikabrigzl fara áreiðanlega að verða í meira
lagi úrelt. Sannanirnar fyrir fyrirbrigðunum eru orðnar
svo magnmiklar, að það er ekki annað en fásinna að
vera lengur að berja höfðinu við steininn í því efni —
fásinna, sem mönnum, er skyn bera á málið, finet ekki
lengur svaraverð. Vér skiljum það vel, að sumir menn
fallÍ8t ekki á ummæli prófessors Hyalop — þess mannsins,
sem áreiðanlega hafði meBta þekkingu á og mesta reynslu
af sumum hliðum hins sálræna rannsóknarstarfs — þau um-
mæli hans, að sönnunum fyrir sambandi við framliðna
menn neiti nú orðið engir aðrir en fáfræðingar eða sið-
ferðilegir heiglar. Vér skiljum það vel, að sumir menn
vilji um stund þræta fyrir það, að nokkuð af fyrirbrigð-
unum beri þess vitni, að þeim sé hrundið af stað í öðrum
heimi. Hitt skiljum vér ekki, hvernig skynsömum mönn-
um á að dyljast, að enginn eykur sæmd sína lengur með
því að hafa enga viðleitni við að kynna sér málið af
eigin reynd, en reyna að telja mönnum trú um, að fyrir-
brigðin sjálf séu eingöngu blekkingar og svik — að fræg-
ustu miðlarnir, sem margir hafa lagt krafta sína og ver-
aldargengi i sölurnar endurgjaldslaust, séu ekki annað en
svikarar, og að ýmsir af mestu vitmönnum veraldarinnar
hafi látið sannfærast fyrir þá sök eina, að þeir séu glóp-
ar, sera vefja megi um fingur sér, og ekki hafi vit á að
athuga neitt. Baráttan gegn »hinni nýju opinberun* er
ekki sigurvænleg, eí hún er háð með slíkum vopnum. —
Ritstj.]
f>að er ekki ætlun mín hér að taka líkamningarnar
til sögulegrar né gagnrýnandi rannsóknar. Eg ætla ein-
ungis að leggja minn persónulega skerf til þess að finna
samhengi í þessu fyrirbrigði og greina það sundur. Fyrir-
brigðið er afar-merkilegt, því að það haggar áreiðanlega
meira en nokkurt annað fyrirbrigði við sjálfri undirstöðu
lífeðlisfræðinnar.
Stig llkamningarinnar má i stuttu máli telja þessi:
Frá líkama miðilsins streymir eða er dregið út efni,
sem er óformað eða margbreytiiegt útlits. Þetta efniget-
ur tekið á sig ýmsar myndir, venjulega líkingar af meira
eða minna samsettum líffærum.
13