Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 111
M ORGUNN
231
lít nú frá þessari barnsmóður á gólfið, þá eru þar nú 9
'kvenmenn konmir og sveima þær allar með mestu hægð
og siðprýði.
Alt að þessu hefir snerluð hurð verið fyrir húsdyr-
unum; nú er hún komin opin og jafnskjótt er húsið
orðið fult af fólki, bæði kvenmönnum og karlmönnum;
hætti eg nú að telja og reyndi það ekki framar. — Þetta
var alt fuliorðið fólk, — ekkert af unglingum innan
íermingar. Kvenmenn voru fieiri en karlmenn.
I þessum svifum sé eg standa framan við rúmstokk-
inn hinn stærsta karlmann, sem eg hefi séð; ætla eg
hann vera 3l/s alin á hajð eða meir; stóð hann rétt á
móti mér. Hann var feikna breiður yfir bi-jóstið og
horfði eg á stóru, gljáandi brúnu horntölurnar í treyjunni
lians. En af því hann var svo feikna hár vexti, þá bar
andlitið fyrir ofan gluggann, svo að eg sá ekki í andlit
honum. —
Nú er fólkið svo þétt á gólfinu að það getur lítið
rótað sér. Þá sest ein Btúlkan á rúmið hjá mér, rétt við
höfða bríkina og svo önnur, þriðja, fjórða og fimta; þá
tók ekki stokkurinn fleiri, því að kommóða stóð á gólfi
við fótagafl. Leit eg þá á hjónarúmið og sá að þar
höfðu stúlkur raðað sér á stokkinn, alveg eins og hjá
mér. Þegar stúlkur voru sestar báðumegin, þá stöðv-
aðist fólkið á gólfinu.
Þá kemur nú fatnaðurinn til sögunnar. Allar stúlk-
urnar á rúmstokknum voru klæddar dökkum fötum með
röndóttar prjónaþríhyrnur á herðum og hnýttar að aftan,
en surnar höfðu sjalklúta; en alt bakið og handleggirnir
var þétt þakið glóandi perlum; var hver perla þuml-
ungur að lengd, en að gildleik sem endi á vetlingaprjón.
Var þetta leiftrandi, iðandi glansi, sem streymdi af þess-
um búnaði, þá þær hreifðu sig. En er þær höfðu setið
um stund, þá hallast þær til hliðar á stokknum hver
eftir annari til kommóðunnar; virtist mér likast sem
þær gerðu nú allar bæn sina. — Svona sátu þær góða