Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 101
MORGUNN
221
Loks eru nokkur fyrirbrigði, sem vér höfum skipað i sér-
stakan flokk, undir fyrirsögninni: »Húsið á Spítalastíg 9«.
Svo sem flesta mun reka minni til gerðist sá rauna-
legi atburður 14. febr. síðastl., að þetta hús brann, og þau
hjónin Jens B. og Euphemia Waage mistu þá einn son
sinn og nokkurir menn sluppu nauðulega úr eldinum með
miklum brunasárum.
Nú verður ekkert fullyrt um það, hvort þau fyrir-
brigðin, sem gerðust á undan þessum húsbruna, standa í
einhverju sambandi við þann atburð, en óneitanlega virð-
ist það sennilegt, og fyrir því eru þau prentuð hér.
Eins og menn sjá, eru þau sitt með hverju móti: eitt
er draumur, annað vökusýn, þriðja það, er Hermann Jón-
asson nefnir »sjónhvarf« i riti sinu »Leiftri«, og virðist
vera fágætt. Sérstaklega skal það tekið fram um vöku-
sýnina, er gerðist á heimili þess, er þessar línur ritar, að
ekkert er unt að fullyrða um það, hvort fyrri hluti sýn-
arinnar stendur í sambandi við síðari hlutann. En óneit-
anlega minnir lýsingin á inanninum mjög á afa frúarinn-
ar, sem misti son sinn við þennan atburð. Og auk þess
virðist réttast að segja frá slíkum sýnum sem fylst. Frú
Vilborg Guðnadóttir, sem siðustu söguna segir, hefir frá
barnæsku séð það, er menn sjá ekki alment, er með af-
brigðum skygn. E. H. K.
DRAUMAR.
1. Drtmmhúsið.
Þegar konan mín, Jóhanna Matthíasardóttir, var barn
að aldri, dreymdi hana hús, er hún hafði aldrei séð; kom
hún að timburhlið og gekk inn og eftir timburgangi að
stiga, er lá upp á loft, við dyr á afþiljuðu herbergi, er
hún fór inn í; hún settist þar við borð, er stóð við glugga;
þóttist hún líta út um gluggann, og blasti þar við fögur
og girt, græn flöt. Þetta dreymdi hana ótal sinnum í
1B*