Morgunn - 01.12.1921, Side 7
MORGUNN
127
konui’, verndarmenn og kennarax, sé valið til þess verks
vegna scrstakra hæíileikaþess. Ástúðarþelið er þá aðalkost-
urinn, enda sé það svo frábært hjá því fólki, að beztu
mæður hér á jörð komist ekki eins langt í þeim efnum.
Og sannleikurinn sé sá, að þær konur, sem hafa verið
ástríkar mæður hér á jörð, hljóti oft einmitt þennan
starfa, er þær flytjist til æðra heims. Ekki síður komist
þær konur í þessa mikilvægu stöðu þai', sem eignuðust
aldrei barn hór á jörð, en bjuggu yflr sönnu móðureðli.
heim er það mörgum sannur himnaríkis-fögnuður að
annast börn í æðra lífl — í barnahælum sumarlandsins,
eins og það er nefnt Samhljóða vitnisburður fylgir
þessum skeytum um það, að umhverfið kringum hælin
sé óviðjafnanlega fagurt.
Nákvæmar gætur séu á því hafðar, að flokka börnin
niður eftir eðli þeirra, lundarfari og hæfileikum. Æfðar
og reyndar mæður hafi sérstaklega það hlutverk að finna,
hvert sé séreðli barnanna. Börnunum sé því næst kom-
ið í hælin eftir þvi, til þess að hæfíleikar þeirra geti
fengið að njóta sín og fái sem beztan þroska. T. d. að
taka 8é barni, sem búi yfir listhæfileikum, sé til að mynda
efni í rnálara, komið fyrir í hæli, sem sé eins konar skóli
fyrir listamannaefni. Þau, sem séu sönghneigð og gefin
fyrir músík, fari í hæli, þar sem lögð sje sérstök stund
á slíkt.
Yfirleitt sé reynt með sérstakri kenslu að fræða
börnin, til þess að bæta upp það, er þau hefðu átt að
læra hér í lífi Sú fræðsla sé rekin af miklum vísdómi,
og mannástin geri alt nám þar börnunum margfalt ljúf-
ara og yndislegra en hér á jörð. Yfirleitt fullyrða börn
það, er sjálf hafa gert vart við sig við miðilssambönd
víða um heim, að þau gangi í skóla þar með næsta lik-
um hætti og hér á jörð.
Þá er önnur spurning: Hve lengi halda þau áfram
að vaxa þar? Ná þau fullorðins aldri? Verða þau göm-
ul? Þér megið ekki gleyma, að hinn andlegi líkarni er