Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 98
218
MOEGtJNN
þess að láta heiminn vita, hvað sumir læknar hugsa um
þau vísindi, sem hann helgaði sitt mikla vit um bezta
skeið æfi sinnar.
Síðar munu sálarrannsóknir hans, sannanir hans fyrir
framhaldi lífsins, og hin visindalegu gögn er hann lagði
fram viðvíkjandi því að unt sé að ná sambandi milli
framliðinna og jarðneskra manna, verða sett í fremstu
röð meðal afreksverka aldarinnav. Og löngu eftir að
nöfn þeirra manna eru gleymd og glötuð, sem nú með
hinum svo nefnda »vísindalega hætti« rangfæra og spotta
hin dularfullu fyrirbrigði, mun nafns Hyslops verða minst
þakklátlega og það biessað af miljónum manna.
Fyrirbrigðci-bálkur.
I 1. árg. Morguns voru tilmæli um það, að menn
sendu ritstjóranum áreiðanlegar frásagnir um dulræn fyr-
irbrigði, svo sem merkilega drauma, firðsýnir, firðheyrnir,
skygni, svipi, óskiljanlegan ókyrleika í húsum, fyrirboða,
andlegar lækningar, sannanir frá tilraunafundum o. s. frv.
Vér leyfum oss vinsamlegast að endurtaka þessi tilmæli
til lesenda vorra.
Töluverðan árangur hafa tilmælin þegar borið, og
hér fara á eftir nokkur sýnishorn.
Engum manni, sem fer að grafast eftir um dularfull
fyrirbrigði hér á landi mun geta dulist það, að af þeim
gerist miklu meira en þeir menn geta gert sér í hugar-
lund, sem ekki hafa kynt sér málið sérstaklega. Sjálf-
sagt er mest af merkilegum draumum. En vökusýnir eru
líka áreyðanlega tíðari en alment er gert ráð fyrir. í
vorum augum er það stórmerkilegt, hvað mikið virðist
vera af skygnum mönnum með íslendingum.
Þeir 4 draumar, er hér fara næst á eftir, eru,