Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 71
M 0 K G U N N
191
því að hægast er að taka eftir honum. Þessir þrír litir
sjást stundum samtímis. Greinileiki efnisins er einnig
mjög mismunandi. Það getur skýrst og dofnað hægt
hvað eftir annað. Áhrifin við snertingu eru margvísleg
og er venjulega eitthvert samband milli þeirra og þess,
hvernig efnið er útlits á þvi augnabliki. Það virðist
vera mjúkt og nokkuð sveigjanlegt, þegar það dreifir úr
sér, hart, hnútótt og trefjótt, þegar það myndar strengi.
Stundum er það líkast kóngulóarvef, þegar það kem-
ur við hendina á þeim, sem er að athuga það. Þræðirn-
ir i efninu eru bæði stinnir og teygjanlegir. Það hreyfist.
Stundum greiðist hægt úr því, það hækkar og lækkar,
hreyfiBt yfir herðarnar á miðlinum, brjóstið eða keltu,
líkt og skríðandi slanga. Stundum er hreyfingin snögg
og fljót, það birtist og hverfur eins og leiftur.
Það er afarviðkvæmt og viðkvæmnin stendur i nánu
sambandi við óvenjulega viðkvæmni miðilsins. Þegar
komið er við efnið, þá finnur miðillinn til sársauka. Ef
snertingin er mjög hranaleg eða langvinn, þá finnur mið-
illinn til sársauka, sem hún likir við það, að komið sé
við skinnlaust hold.
Efnið er jafnvel viðkvæmt fyrir áhrifum Ijósgeisla.
Miðillinn hrekkur við af sáreauka, ef ljósi er brugðið upp
snögglega og að óvörum. Samt sem áður er ekkert eins
breytilegt og áhrif ljóssins. Stundum getur efnið jafnvel
þolað fult dagsljós. Magnesium leifturljós kemur miðlin-
um til að hrökkva hastarlega við. En nú er efnið komið
fram og unt að taka augnabliksljósraynd af því.
Það er erfitt að greina á milli verulegs sársauka og
viðbragðB (reflex) eins hjá miðlinum, þegar ljósið fellur
á efnið og nær þannig til miðilsins; hvorttveggja, hvort
sem það er sársauki eða viðbragð, tálmar það rannsókn-
inni. Af þessari ástæðu hefír ekki verið unt að taka
kvikmyndir af fyrirbrigðunum. Auk viðkvæmninnar virð-
ist efnið hafa eins konar eðlishvöt, sem ekki er alls kostar
ólíkt sjálfsvarnareðli lindýranna. Það virðist hafa alla