Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 54
174
MORGUNN
fram í tilraunum Haralds Níelssonar prófessors með Giuðm.
Kamban (sjá »Trú og sannanir« bls. 66—70).
En þó að þessi hæfileiki hafi komið fram áður en nú
síðustu árin, þá er áreiðanlega afar-sjaldgæft, að á honum
hafi borið. Eg minnist þess ekki að hafa heyrt getið um
aðra menn í því sambandi en Stainton Moses og Guð-
mund Kamban. Og hjá S. M. kom hann að eins fram
við eina tilraun og hjá G. K. við tvær tilraunir. En sér-
staklega er þess að gæta, að þennan hæfileika er nú fyrst
farið að reyna að nota til þess að færa sönnur á, hver
sá framliðinn maður sé, sem er að gera vart við sig.
Eftir áramótin á síðastliðnum vetri kom út bók eftir
tigna konu á Skotlandi, Lady Pamelu Glenconner. Hún er
stórgáfuð kona, ritfær í bezta lagi, skáld gott, mjög áhuga-
söm um dularfull fyrirbrigði, enda nú sannfærð um, að
hún hafi fengið samband við framliðna menn, og hefir
verið í náinni samvinnu við Brezka Sálarrannsóknafé-
lagið. Bókin heitir »The Earthen Vessel< og fjallar um
þessa síðustu tegund sannana, sem minst hefir verið á
hér að framan — flytur skýrslu um 27 slíkar sannanir.
Henni hefir verið tekið afar-vel. Jafnvel Timea, sem að
öllum jafnaði er fremur örðugt í garð þeirrar kenningar,
að eamband sé fengið við annan heim, lýkur á hana
miklu lofsorði, og segir, að svo framarlega sem undirvit-
undin sé ekki alvís í raun og veru, þá verði mjög örðugt
að komast undan því, að við sumar þessar tilraunir hafi
verið að verki vitsmunaöfl, sem hafi tilveru sína utan við
þá menn, er við tilraunirnar hafa fengist.
Höfundur bókarinnar er ekkja Glenconners lávarðar.
Hann andaðist í vetur, eftir að þessi bók hennar kom út.
Þau hjón voru mjög samrýnd í sálarrannsóknastarfinu.
í ófriðnum mikla mistu þau elzta son sinn, Edward Wynd-
ham Tennant. Móðir hans hefir gefið út sérstaka bók
um hann. Hann virðist hafa verið óvenjulega efnilegur
maður, fluggáfaður, skáldmæltur vel og bezti dreng-