Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 12
132
MORGUNN
greinilega eftir því — ef miðilssarabandið náði þroska —
hvernig þau breyttust smátt og sraátt og þroskuðust, þótt
þoim verði vanalega tamast að tala sem börn, eigi þau
að koma hugsunum sínum inn í vorn heim með því að
mæla af vörum miðilsins. Erfiðleikarnir á því eru svo
miklir, að þeim þykir auðveldast að h; lda uppteknum
hætti. Sé aftur á móti um raddamiðil að ræða, njóta
þau sín betur utan við hann, og þá er auðveldara að
athuga þroskunina og framfarirnar.
Nægir i því efni að vitna í reynslu þá, sem fekst
hjá miðlinum fræga frú Everitt í Lundúnum, sem var
frábær ritmiðill og raddamiðill, og gerði sér hina dýrmætu
hæfileika sina aldrei að atvinnu. Maður hennar og ætt-
menni vöktu yfir þeim líf hennar á enda, og hún tók
aldrei nokkurn eyri fyrir nokkurn tilraunafund. Hún
var svo stödd í lifinu, að hún neyddist aldrei til þess.
Enda er þess getið um hana í merkum bókum, að aldrei
hafi neinn vogað að bregða henni um svik. Ein af þeim
verum, sera gerðu stöðuglega vart við sig hjá henni og
snjallastar voru að tala utan við, var drengur, er sig
nefndi »Znippy«. Hann kvaðst hafa verið fæddur á
Suðurhafseyjum og dáið ungur. Er hann kom fyrst að
sambandinu, virtist hann vera ótaminn og hávær dreng-
hnokki, sem rak upp óp og hafði ýmis skrípalæti í frammi,
alveg eins og búast hefði mátt við af barni, sem lifað
hefði nokkur ár á skóglendi Suðurhafseyja. Hann talaði
ekki ensku, heldur eitthvað, sem fundarmönnum fanst
vera útlend tunga. En smám saman stiltist hann og lærði
ensku ; í fyrstu talaði hann hana mjög bjagaða, en hoil-
um fór fram við æflnguna; og brátt fór Everitt-fjölskyld-
unni að finnast hann heyra sér til og vera einn heimilis-
manna. Rödd hans varð undra-mjúk og hreimfögur og
mikil fylling í henni. Ymsir þeir, sem á hann hlustuðu,
voru gagnteknir af röddinni; þeirra á meðal var hinn
alþekti rithöfundur John Ruskin, sem um eitt skeið sótti
mjög fundi hjá þessum miðli. Röddin lýsti á síðari ár-