Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 106
226
MORGUNN
drógum bátinn upp í sandinn, því að aðfallsfjara var.
Skiftum svo þessum litla afla, en á meðan sáum við 2
báta koma á leguna; annar nokkru á undan og tók hann
róðurinn í land, því »lag« var kallað, þótt hæpið þætti.
Komst hann í land, en stýrið snerist i sundur i landtök-
unni og báturinn fór flatur upp í sandinn. Hinn báturinn
tók róðurinn á eftir, en þá var »lagið« að fara, enda
náði honum á miðri leið, þrátt fyrir kröftugan lífróður og
góða stjórn. Og þegar aðalaldan kom svo nálægt bátn-
um, að hann fór að lyftast upp að aftan fékk hann þá
ferð, sem eg hefi aldrei séð slíka, þar til er hann steyptist
niður á kinnunginn og fór á hvolf. Bátinn dró út og fram
að skerjum, er Urar nefnast. Mennirnir losnuðu við hann
nema tveir, sem með furðulegum knáleikum voru ýmist
sinn í hvoru stafnloki eða sinn á hvorum kjalarhæl, því
að báturinn veltist að heita mátti sem kefli. Björgunar-
tilraunir fóru allar í handaskolum, því að fátt var við af
ötulum ráðagóðum formönnum vegna páska-heimferðanna.
Einn taldi það óráð, sem annar taldi ráð, svo að ekkert
varð úr framkvæmdum. Þegar eg þóttist þvi sjá, að
þetta mundi ekki enda nema á einn veg, lagði eg á stað
með »hlutinn« á bakinu til Keflavíkur Kleif fyrst upp
bakkann, en nam staðar, þegar upp var komið og leit
niður á sandinn. Sá eg þá að lendingin eða sandurinn
var beint á raóti norðvestri; það var nær því háfjara. Á
sandinum var fjöldi manna og í huganum sá eg alt það
sem gerst hafði: flugferð bátsins, en i stað segla hvitfoss-
andi ölduna keyra hann áfram. Kom þá draumurinn í
huga minn og var eg þá i engum vafa um, að þarna var
hann að rætast. En eg sá þá meira en komið var; eg
sá, að annar maðurinn var horflnn af bátnum og bátur-
inn kominn miklu nær landi, að mér virtist, eins og hon-
um væri róið með hægð til lands og sá eg að vaðfestur
maður óð út i sjóinn á móti honum. Kastaði eg þá niður
byrðinni og hljóp niður bakkann og fram á sandinn til
fólksins. Spurði eg þá, hvaða bátur þetta væri og var