Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 99
MORGUNN
219
•eftir því, sem vér lítum á, allir merkilegir. Og allir eru
þeir sinn með hverjum hætti
Konuna, sem frá er skýrt í fyrstu sögunni, dreymir
um nokkurn tíma að staðaldri húsið, sem það gerist í,
er vafalaust hefir verið með því allra gleðilegasta, sem
fyrir hana hefir komið á æfinni: að hún fær sjónina
aftur. En hana dreymir ekkert um atburðinn sjálfan,
ekkert um það, er fyrir hana á að koma mörgum árum
síðar í þessu óþekta húsi.
Svo likir, sem draumar Guðjóns alþm. Guðlaugssonar
eru að öðru leytinu, þá eru þeir að hinu leytinu gagn-
ólíkir. I fyrri draumnum sér hann það, sem er að gerast
sömu nóttina, sem hann dreymir. Sá draumur er með
afbrigðum nákvæmur, þar sem hann sér i draumnum
alla mennina, sem farast. í síðari draum sinum sér
hann þar á móti það, er gerist nokkurum mánuðum oíðar.
Loks er frásögn Ouðmundar Guðmundssonar. Mynd-
in, sem hann sér í svefninum, virðist hafa átt að tákna
prédikunina, sem hann verður svo hugfanginn af. En við
það bætist það, að hann virðist knúður af einhverju
óþektu afli til þess að vera þar viðstaddur, sem draum-
urinn rætist.
Þá prentum vér og tvær vökusýnir, aðra norðan úr
Suður-Þingeyjarsýslu, hina vestan úr Canada. Með frá-
sögninni um þingeysku sýnina prentum vér og bréfið,
sem fylgdi henni.
Hitt er örðugra, að verða við tilmælunum um að
.gefa nokkurar bendingar um, hvernig á þeirri sýn stend-
ur. Sagt er, að það sé alls ekki sjaldgæft, að gamalt fólk
fari að sjá inn i annan heiin, þó að það haíi engar slikar
dulskynjanir haft áður, og þó að það eigi töluvert eftir
ólifað. Einn læknir hefir tjáð oss, að gamalmenni hafi
nokkurum sinnum leitað ráða til sín út af þessum dulsýn-
um, af þvi að þau hafi verið hrædd um, að þær væru
merki einhverrar geðbilunar — sem ekki hafi náð neinni
átt. Þess er til getið — annað eða meira en tilgáta verð-
15