Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 103
MORGUNN
223
hún lifir, því að aldrei þóttist hún fara aftur úr draum-
húsi sínu, enda sér hún enn til að sauma og lesa við ljós,
á áttræðisaldri.
Bæ i Hrútafirði 15. des. 1917.
Finnur Jónsson
frá Kjörseyri.
2. Druknun Skarðsmanncinnci.
Draumur Quðjóns Quðlaugssonar alþingismanns.
Það var eina nótt í júnímánuði, þegar eg var 16—18
ára gamall og var á Heinabergi i Dalasýslu, þar sem
jeg ólst upp frá 9 ára aldri, að mig dreymdi, að eg væri
kominn út á höfnina i Stykkishólmi, (er þá var eini
verslunarstaður, er Dalasýsla skifti við). Á höfninni sá
eg liggja þilskip, er eg taldi víst að væri verzlunarfar
lausakaupmanns, (en eg þóttist vera á báti í nálægð við
það). Mér þótti vera logn, svo að á sjóinn glampaði; en
hjá skipinu flaut tunna. Sá eg þá mann koma út á
öldustokk skipsins og þekkti jeg hann þegar. Það er
Jón VilhjálmsBon, vinnumaður á Skarði. Hann stigur upp
á öldustokkinn og stekkur af honum út á tunnuna, svo
tunnan fór í kaf, en bak mannsins sást upp úr sjónum.
Sé eg þá annan koma á öldustokkinn, og þekki eg hann
líka. Það var Jón bórðarsson Hjaltalín, einnig vinnumað-
ur á Skarði. Stekkur hann einnig yfir á tunnuna eða
þó öllu heldur á bak nafna BÍns, sem þá hverfur mér;
en hins bak kom í staðinn. Þegar svona var komið,
kemur þriðji maður út á öldustokk þilskipsins og þekki
eg hann sem hina. Það var Pótur Bjarnason vinnumað-
ur og formaður á Skarði ötull og mikilhæfur sjómaður.
Hann framkvæmir það sama, sem hinir, og með þeim
árangri, að það, sem undir var komið, sökk, en bak
hans sást upp úr sjónum. Fór mér þá að þykja nóg
komið, og útlitið ískyggilegt með það sem orðið var. En
þá sé eg fjórða manninn koma upp á öldustokk þilskips-