Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 73
MOEGUNN
1G3
um, dreifat og rnyndað kögur, líkt og hnökra á netju.
Að lokum hefir komið í ljóa, innan um þetta kögur, full-
komlega lagaður fingur, hönd eða andlit, sem hefir orðið
til smátt og smátt. Á sama hátt hefi eg aéð sams konar
skipulag komast á efnið, sem streyrat hefir frá munninum.
Hér er eitt dæmi, sem eg tek úr dagbók minni:
»Út úr munninum á Evu hnígur niður að hnjám band
úr hvítu efni, eins og tveir fingur á þykt. Þessi bendill
breytist á ýmsan hátt fyrir augum okkar. Hann verður
eins og stór götótt himna með þykkildum. Hann dregst
saman aftur, dreifir sér og minkar aftur. Hér og þar
taka angar að teygja sig út úr efninu um stund, og þessir
angar taka um nokkur augnablik á sig mynd fingra eða
handa og sameinast svo heildinni af nýju. Loksins mjókk-
ar sjálft bandið, það lengist niður að linjám, neðri endinn
á þvi sveigist upp, það iosar sig við miðilinn og hreyfist
til min. Þá sé eg yzta endann þykkna eins og af bólgu,
og þessi stundarbóiga verður að ágætlega lagaðri hönd.
Eg kem við hana; hún er eins og aðrar hendur viðkomu.
Eg finn til beinanna og fingranna og naglanna. Þá dregst
höndin saman og hverfur inn í endann á bandinu. Bandið
hreyfist dálítið fram og aftur, dregst saman og hverfur
inn í munn miðilsins.
Það er hægt að athuga hinar gufukendu myndir efnis-
ins jafnhliða samföstu myndunum. L>að streymir ósýlli-
legt og óáþreifanlegt út úr líkama miðilsins og vafalaust
út í gegnum möskva fatnaðarins, þéttist síðan utan á honum,
og litur þá út eins og dálítið ský, sem breytist í livitan
blett á svartri úlpunni á herðunum, bi jóstinu og hnján-
um. Bletturinn vex, dreifir úr sér og markar drættina
eða upphleypta mynd af hönd eöa.andliti,
Hvernig sem því er farið með myndirnar, þá er lík-
amningin ekki ávalt samtengd miðlinum; stundum er hægt
að sjá hana alveg greinda frá honurn. Eftirfarandi dæmi
er mjög Ijóst í þessu efui:
»Skyndilega sést höfuð, nálægt þrem fjórðu úr meter