Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 53
M ORGUNN
173
Loks er þriðja sanuana-tegundin, aem sérstaklega
yerður gerð að umtalsefni að þessu sinni. Hún kom fram
á ófriðartímunum, og henni hefir verið haldið áfram til
þessa dags. Þessar sannanir hafa einu nafni verið nefnd-
ar bóka-sannanir (Book-Tests).
Ekki er ástæða til að lýsa því hér með mörgum orð-
um, hvernig þesBum sönnunuin er háttað, þvi að dæmin,
sem hér fara á eftir, eiga að gefa mönnum hugmynd um
það. Að eins skal þess getið, að i flestum skeytum þess-
arar tegundar er Bagt til bókar, sem á að vera sú og sú
i röðinni í þeirri og þeirri bókaskápshillu; á tiltekinni
blaðsíðu í þessari bók er mönnum ætlað að finna setningu,
sem með einhverjum hætti bendi á þann framliðinn mann,
Bem skeytið sendir.
Þessar tilraunir hafa tekist ágætlega, þó að miðillinn
hafi aldrei komið í hÚBið, sem bókin er í, og viti ekkert
um bækur þar. Ekki virðist það heldur skifta máli, hvort
hinn framliðui maður, sem segist senda skeytið, hefir
nokkuð um bókina vitað, meðan hann var i þessu lífi.
Svo langt hafa tilraunir þessarar tegundar komist allra-
siðustu árin, eftir því sem merkur prestur á Englandi skýrir
frá, að tekist hefir að fá i skeytum sérstök atriði, sem
koma áttu á 1. bls. í Times daginn eftir, ef þau atriði höfðu
verið »sett« í prentsmiðjunni, áður en tilraunin var gerð.
Skýrslur um mikið af þessum tilraunum hafa verið
sendar Brezka Sálarrannsóknafélaginu, og innan skamms
er væntanleg ritgerð um þær frá frú Sidgwick.
Vert er að geta þess, að þó að fyrir framan þessar
linur standi fyrirsögnin: »Ný tegund sannana*, má ekki
skilja það svo, sem hæfileikinn til þess að lesa í lokuð-
um bókum hafi aldrei komið fram fyr en nú á siðustu
árum. í bók Stainton Moses’s »Spirit Teachings* (sem
lögð hefir verið út á norsku og gefin út í Kristjaníu með
nafninu »Fra en bedre Verden«) er skýrt frá tilraun i þá
átt, sem tókst ágætlega. Og þessi sami hæfileiki kom
12*