Morgunn - 01.12.1921, Blaðsíða 104
224
MORGUNjN
ins, er sýnir sig í því að ætla hið sama sem hinir. Eg
áleit það mjög vel til fundið þvi að eg vissi að hann
var vel syndur og því líklegt að hann bjargaði hinum,
að þvi er mér fanst. Manninn þekti eg mjög vel; það
var Ebeneser Magnússon á Skarði. Hann framkvæmir
það, 8em fyrirsjáanlegt var, það sama sem hinir, en
björgunin varð lítil, því að þegar hann kom ofan á hina,
þá sökk öll hrúgan og eg vaknaði eftir vondan draum.
Tveim dögum síðar kom Torfi í Olafsdal að Heina-
bergi og fekk þar lánaðan sexæring og mig með til
Stykkishólm8. Gekk ferðin vel og á höfninni var logn
og þar flaut þilskip lausakaupmanns frá Smithverslun í
Reykjavík. — Bjarni Bjarnason held eg að verslunar-
stjórinn hafi heitið. En hjá skipinu flaut engin tuuna.
Torfi fór með mig og menn sína upp á skip lausa-
kaupmanna, áður en í land væri farið, en óðar en vér
höfðum komist upp á þilfarið var oss sögð sú sorgarfrétt,
að þessir áðurnefndu fjórir menn hefðu druknað af
skektu, sömu nóttina og mig dreymdi drauminn. En
frétt hafði engin borist þessa tvo daga frá Skarði að
Heinabergi og fram hjá Skarðsstöð fórum vér til
Stykkishólms.
3. Druknun Eyjamanna.
Draumur Quðjóns Guðlaugssonar, alþingismanns.
fað mun hafa verið vorið 1875, að míg dreymdi
draum þann, er eg ætla nú að segja frá. Eg var þá á
18. aldursári og var til heimilis á Iíeinabergi í Dalasýslu.
Eg þóttist í svefninum standa á háum bakka við sjó.
Þótti mór bakki þessi snúa móti norðvestri. Fyrir neðan
bakkann var flatneskju sjávarsandur, brimbarinn. Mér þótti
vera háfjara og sandurinn því nokkuð breiður frá bakk-
anum til sjávar. Á sand.inum þótti mér standa margir
menn, er eg þekti eigi neitt. Þá sá eg, að koma tveir
bátar siglandi skamt frá landi og stefna til lands. Höfðu