Morgunn


Morgunn - 01.12.1935, Síða 6

Morgunn - 01.12.1935, Síða 6
132 MORGUNN hefir það vakið úti um allan heim. Mörgum mönnum er það í meira lagi hugleikið að gera sem minst úr gildi hinna sálrænu fyrirbrigða. Einkum virðast þeir taka sér það nærri ef þau styrki eilífðarvonir og trúrækni mannanna. Sumir hafa kannast við það — auðvitað með nauðung, en kann- ast við það samt — að framhaldslíf eftir dauða líkamans sé sannað. En það sé lítið gagn að því. Með því sé ekki ódauðleikinn sannaður. Með því sé ekki sannað, að menn kunni ekki að deyja í öðrum heimi og líða alveg undir lok. Hér kemur vera og sannar það, að hún hafi lifað fyrir 3300 árum í þessum heimi og sé vel lifandi enn. Mér finst menn geti sæmilega sætt sig við það til bráðabirgða. Mér finst auðvelt að fallast á þessi ummæli ítalska pró- fessorsins Bozzano: »Hin einstæðu fyrirbrigði Lady Nonu eru hugnæm og gagntaka mann. Eg kannast afdráttarlaust við það, að kappnógar sannanir eru komnar nú á dögum fyrir því, að menn lifa fyrst eftir andlátið; en fyrirbrigði Nonu flytja oss miklu lengra áfram í áttina til sannana fyrir ódauðleikanum«. Nona segir ekkert um hinn algerða ódauðleika. Það er ekki heldur von, því að hún getur ekkert um hann vitað. En það er bersýnilegt, að hún finnur engin dauðamerki á sér enn eftir þessi 3300 ár. Hún gerir meðal annars þessa grein fyrir erindi sínu til jarðarinnar: »Verkefni mitt var tvöfalt. Eg átti að sanna framhald persónuleikans og koma á framfæri fræðslu, sem gæti ver- ið mönnunum hjálp á þeim tíma, er þeir eru að þreifa fyrir sér og heimta sannanir fyrir því að lífið halda áfram . . . . . Allur tilgangurinn með tilraunum mínum tíl þess að sanna hver eg er var sá að sýna, að eg, sem hafði lifað á jörðunni fyrir svo löngu, gæti enn náð sambandi við ykkur. Þetta atriði hafa margir fræðimenn ykkar megin véfengt, og eg varð að færa þeim sannanir fyrir þvi. Margir hafa haldið, að eftir nokkurn tíma muni mannsandinn leysast sundur og sogast aftur inn í aðaluppsprettu lífsins. Eg get ekkert sagt um það, hvort það muni henda mig að lokum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.