Morgunn - 01.12.1935, Page 8
134
MORGUNN
vera veikur. Því að nú, þegar jafnmikið er komið undir
fullvissunni um þau efni, þá finst mér fótunum kipt u°dan
mér. Það er ekkert, sem getur bjargað mér nú frá örvænt-
ingu, nema ef eg fengi boð frá henni. Boð, sem eg vissi
að gætu ekki verið frá öðrum en henni. Og ef]egsann-
færðist um það, að hún væri hér hjá mér og tæki á móti
mér, þegar eg fer yfir landamærin. — Eg veit, að þessi
ósk mín er blönduð eigingirni. En eg vona, að þér skiljið
mig. Getið þér náð sambandi við þessa konu fyrir mig?
Eg trúi því, að það sé hægt, en eg verð að vita það með
áreiðanlegri vissu. Viljið þér reyna að hjálpa mér, og láta
mig vita strax, ef þér fréttið eitthvað? í nafni kærleikans
og mannúðarinnar bið eg yður að gjöra það sem þér get-
ið til að opna augu mín. Og eg mun alla tíma blessa yð-
ur.«
Eg verð að segja það hreinskilnislega, að inér finst
að það stæði ekki öðrum nær en prestum þjóðarinnar að
friða þennan mann, og aðra, sem Iikt er ástatt um. Þeir
eru margir. Eg veit það af reynslunni. Þess er oft kostur.
Eg veit það líka af reynslunni. Slíkir menn hafa komið til
okkar — sumir langt að, af öðrum landshornum og með
miklum tilkostnaði. Þeir hefðu óneitanlega átt að geta feng-
ið frið í sálu sina með minni örðugleikum. En þeir hafa
farið fagnandi heim til sín.
Það er þetta, sem fjölda margir enskir prestar eru
farnir að sjá og skilja — að kirkjan geti ekki setið hjá og
látið aðra menn eina um það að láta þjóðina hafa not af
árangri sálarrannsóknanna. Þeir sjá það, að með afskipta-
leysi kirkjunnar manna — að eg nú ekki tali um mótspyrnuna
gegn þessum árangri — er kirkjunni unnið ómetanlegt
tjón. Kirkjurnar tæmast; menn segja sig úr söfnuðum henn-
ar og flykkjast til spíritistanna. Þeir eru skiptir í flokka á
Englandi, og þeir flokkar eru ekki æfinlega sem bezt sam-
mála. Einn flokkur þeirra hafði í miðjum júni í suniar 580
söfnuði í sínum félagsskap, og ekki er þetta aðalflokkurinn,
að því er talið er. Eg las ekki alls fyrir löngu í Lundúna