Morgunn - 01.12.1935, Síða 16
142
MORGUNN
Hverju getum vér leynt?
Prédikun eftir
Síra Tryggva H. Kvaran, Mælifelli.
Texti: Lúk. 12, 2—3.
»En ekkert er það hulið, sem ekki verði opinbert, né
leynt, er ekki verði kunnugt. Þvi mun alt það, sem þér
hafið talað í myrkrinu, heyrast í birtunni, og það sem þér
hafið hvíslað í herbergjunum, það mun kunngjört verða á
þökum uppi«.
Tæplega er hægt að halda því fram, að alt, sem Jesús
Kristur sagði á sínum hérvistardögum, hafi verið mönnun-
um óblandinn fagnaðarboðskapur. »Fagnaðarboðskapur«
hans er ekki nema litið brot af því, sem hann boðaði
mönnunum. Það var vitanlega mjög óblandin ánægja, sem
fylgdi því að vita, að Guð væri nálægur mönnunum, en
ekki eingöngu búandi i fjarlægð; og að hann vildi vera
faðir allra manna, sem vildu þiggja að vera börn hans-
Alt þetta var vitanlega nýtt fyrir mannkyninu og alt öðru-
vísi en þær hugmyndir, sem menn höfðu áður gert sér um
Guð og viðhorf hans við heiminum. En auk þessa boðaði
Jesús margvíslegan annan sannleika, sem verkaði ekki eins
sársaukalaust á mennina, því sannleikurinn getur líka verið
beiskur á bragðið eins og vér þekkjum öll. Samt hefir lík-
lega enginn sannleikur, sem hann boðaði, verið jafn beisk-
ur á bragðið fyrir alla eins og þessi, sem hann setur fram
i þeim ummælum, sem eg hefi í dag valið mér að texta.
Hann segir þar með svo skýrum orðum að ekki verður uin
vilst að það þýðir ekki neitt fyrir oss mennina að vera að
leyna neinu. Tilverunni sé þannig háttað, að í henni sé
engin leynd til. Ekkert geti verið hulið, alt sé og verði
opinbert. Ekki eingöngu verkin, heldur líka hugsanirnar
verði augljósar eins og dagurinn. Hugsið þér yður, hvílík