Morgunn - 01.12.1935, Qupperneq 18
144
MORGUNN
bundnir séu við þetta líí aðeins, séu ekki skóbótar virði,
því tilverunni sé þannig háttað, að það, sem flestir telji rnikils-
vert, það sé í raun og veru ekki til. Hitt, sem enginn á þess-
ari jörð sjái, það sé hin eiginlega tilvera. Og menn muni
fá að reyna það að það, sem menn vilji frekast leyna, það
sé opinberast af öllu. Eg sagði að það væri of lint að
segja að menn hafi misskilið þennan boðskap. Menn bók-
staflega skildu hann alls ekki. Stóðu allsendis ráðalausir og
undrandi og skildu hvorki upp né niður. — En vér skul-
um ekki áfellast þessa menn, samtiðarmenn frelsarans, fyrir
skilningsleysi þeirra á boðskap hans. Seinni kynslóðum, sem
hafa þó haft tíma til að brjóta kenningar hans til mergjar,
þeim hefir ekki farið hótinu betur. Þeir hafa reyndar reynt
að skilja, en þeir hafa líka misskilið hann, svo að þeir hafa
gert sum mikilvægustu atriðin í kenningu hans einskisverð
fyrir trú og breytni mannanna.
Þannig hefir farið um þessa fræðslu, sem um er að
ræða í texta mínum í dag. Jesús segir: »Ekkert er það
huiið, sem ekki verði opinbert, né leynt er ekki verði kunn-
ugt. Því mun alt það, sem þér hafið talað í myrkrinu, heyr-
ast í birtunni og það, sem þér hafið hvíslað í herbergjun-
um, það mun kunngert verða á þökum uppi«. Oss hefir út
frá þessu verið bent á að Guð sjái og heyri alt og engu
sé hægt að leyna fyrir honum. En það er nú svona með
kenningar, sem snerta Guð einan og enga aðra, að reynsl-
an hefir sýnt, að þær fara fyrir ofan garð og neðan hjá
langflestum mönnum. Myrkraverk mannanna eru engu síð-
ur unnin af þeim, sem játa með vörunum trúna á Guð
með öllum þeim eiginleikum, sem honum eru eignaðir.
Yfirleitt er trúin á Guð ekki svo raunveruleg í hinum
kristna heimi að menn miði alment breytni sina við hans
vilja, né hafi það sí og æ á tilfinningunni að hann sjái og
heyri alt, sem þeir gera og segja og hugsa. Guð, sem eng-
inn hefir né getur séð, hann er of fjarlægur mönnunum til
þess að þeir miði breytni sína beint við hann. Kærleikur-
inn til Guðs kemur heldur ekki beint fram í neinu öðru en