Morgunn - 01.12.1935, Page 25
MORGUNN
151
á víðavanginn. Það var hálfrar stundar gangur frá íbúðar-
húsinu. Baðaði nú faðir minn sig í sólskininu og lagðist
svo til sunds út á víkina. Hann var góður sundmaður eins
og kunnugir menn vita.
Skyndilega heyrir systir mín kallað: Krampi, Ingeborg,
en vertu kyr í landi.
En þrátt fyrir það tók hún af sér skóna og Iagðist til
sunds í fötunum. Ingeborg var um þriggja metra bil frá
föður sínum, er hún sér hann sökkva. Hún dýfir sér og nær
í hlýrann á sundskýlu hans, en hlýrinn bilar. Þér vitið að
faðir minn var stór og sterklega vaxinn. Hún stingur sér
á ný og nær þá taki í sundfötum hans. Syndir hún nú með
hann að landi. Loks getur hún komið föður sínum svo á
land, með miklum erfiðismunum, að efrihluti líkama hans
liggur á þurru.
Reynir hún nú að nudda Iíkama hans og gera ýmsar
lifgunartilraunir, en það varð alt árangurslaust. Ingeborg
megnaði ekki að halda höfði föður okkar ofar vatnsfleti,
er hún synti með hann að landi.
Nú sér hún seglbát og róðrarbát. Hrópar hún þá á
hjálp, en farmenn heyra ekki og svara ekki. Verður svo
þögn, dauðaþögn. Hleypur hún nú af stað i vosklæðum
sinum. Stefnir hún að Hönkeyjarbaði. Það var engu likara
en einhverjir vissu, að bráðrar hjálpar þyrfti við. Mætir
hún þarna starfsmanni frá baðstaðnum. Voru tvær stúlkur
í för með honum. Kalla stúlkurnar á fleiri menn til hjálpar
Nú var Ingeborg orðin uppgefin, en sýnir fólkinu stað-
inn, þar sem líkið lá.
Doctor Krohn kom þegar í bifreið, en engar lífgunar-
tilraunir dugðu.
Systir mín hyggur, að faðir okkar hafi látist i örmum
hennar á leiðinni í Iand«.
»Haldið þér, að föður ykkar hafi órað fyrir því, sem
orðið er?«
»Þessa stundina get eg ekki neitt sagt um það, af