Morgunn - 01.12.1935, Síða 26
152
MORGUNN
eða á en síðar gæti skeð, að —«. Fréttaritari greip fram í:
»Haldið þér, að faðir yðar geti gert vart við sig?«
Ungi maðurinn lítur upp og ljómar af fögnuði.
»Já«, segir hann viss og ákveðinn. Fjölskylda hans og
nánusta vinir vænta að hann geri vart við sig.
Dauði föður míns var í samræmi við yndisleik töfr-
andi náttúru eyjarinnar. Faðir minn var í ágætu skapi síð-
ustu stundirnar. Honum þótti vænt um Hönkey. Og hann
mun hafa verið ánægður að andast í töfraljóma víkurinnar
þar sem friðsælan bjó og óviðjafnanleg fegurð ríkti. Hann
leit brosandi á systur mína, þarna úti á víkinni, og bros
það fylgdi honum inn í eilífðina«.
»Er nokkur maður liklegur til að halda andlegu starfi
föður yðar áfram?«
»Já, en nú get eg ekki sagt nákvæmlega frá því. Það
er víst, að einhver tekur við starfi föður míns og heldur
því áfram. Það var einmitt búið að snúa síðustu bók hans
á enska tungu. Er sú bók nefnd: Dauði, hvar er broddur
þinn? Og var faðir minn að semja við enskan útgefanda
um prentun á bókinni. Eg mun taka við, þar sem hann
hætti. Það líður varla á löngu, áður en bókin kemur út á
ensku.«
Dahl fógeti var merkur maður. Einn samborgari hans
ritar svo:
»Eg var hér i þorpinu, þegar Dahl fógeti kom hing-
að fyrir 25 árum. Vér höfum virt hann mikið öll þessi ár
Oss hefir fundist hann vera réttlátur dómari. Hann gerði
skarpan greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum. Hann
var sjálfum sér samkvæmur«.
Annar samtíðamaður fógetans ritar þetta:
Dahl fógeti var eins og kallaður til að gegna dómara-
starfi. Hann var frábær sjáandi og dómari. Hafði hann frá-
bæra mannþekkingu til að bera. Skildi hann mjög vel ýms
vandamál mannanna barna, örlagakyngi og erfiðleika. En
dómari kemst venjulega í kynni við vandamálin.
Dahl fógeti vildi öllum vel. Og þó að hann, vegna