Morgunn - 01.12.1935, Page 38
164
M O R G U N N
eg vera óvenju þreyttur, og lagði mig því fyrir á iegubekk
og bjóst við að eg mundi brátt jafna mig. Er eg hafði
legið þannig nokkurra stund fanst mér eg vera að komast
í eitthvert einkennilegt ástand; það var eins og eg væri
að stirðna, og fann eg jafnframt til einkennilegs kulda, er
mér virtist gagntaka mig. Var eg að verða veikur? hugs-
aði eg. En mér entist ekki tími til langra hugleiðinga, því
að óvænt og skyndilega misti eg meðvitundina. Er eg
hlaut hana aftur, var eg kominn út á gólf og stóð út við
gluggann. Ekki stóð eg þarna áðan, hugsaði eg, en mér
brá heldur en ekki í brún, er eg leit við, því að þá sá eg
sjálfan mig liggja endilangan á legubekknum. Hvað hafði
gerst? hugsaði eg með sjálfum mér. Var eg dáinn? En
mér var það ljósast af öllu að eg var bráðlifandi. Eg virti
fyrir mér líkama minn, sem lá þarna hreyfingarlaus á
bekknum, mér fanst hann koma mér svo undurlítið við á
þessu augnabliki, mér fanst að eg þyrfti ekkert á honum
að halda, persónuleikur minn hafði a. m. k. ekki beðið
neinn hnekk við að yfirgefa hann, eg kunni miklu beturvið
hinn nýja, hann var mér alveg eins verulegur og sá jarð-
neski hafði verið, en mér fanst hann miklu starfhæfari.
Laun heimsins eru vanþakklæti, hefði sá jarðneski
hluti vel mátt segja; þetta voru þakkirnar, sem hann hlaut
þessa stund í huga minum fyrir veitta þjónustu umliðin
ár.
Eg stóð nú þarna um hríð, fullur undrunar á þessu
einkennilega ástandi mínu. Eg litaðist um í herberginu,
alt var í sömu stellingunum og áður, ekkert hafði breyzt
nema eg sjálfur, og þó var eg í raun og veru hinn sami
og nú fyrir nokkrum augnablikum, en eg fann að afstaða
mín til umhverfisins var öll önnur.
Er eg snerti við einhverju, fanst mér eins og fing-
urnir færu gegnum hlutina. Jæja, efnið var þá ekki veru-
legra en þetta eftir alt saman. Var eg dauður, spurði eg
sjálfan mig að nýju, þ. e. í þeim skilningi, sem vér notum
það orð venjulega.