Morgunn


Morgunn - 01.12.1935, Page 41

Morgunn - 01.12.1935, Page 41
MORGUNN 167 Svo kom úrslita stundin. Mér fannst eg fá snarpan sinadrátt; eg kiptist til í rúminu, mér virtist skyndilega verða koldimmt, og á sama augnabliki missti eg með- vitund. Eg stóð út við gluggann og horfði út; nú þóttist eg vita, að öllu væri lokið, og eg myndi aldrei framar fara í gömlu fötin mín, sem lágu þarna í rúminu, eins og eg hafði skilið við þau. Mig langaði mest til þess að geta sagt vinum mínum, að eg væri jafnlifandi nú og áður, að umbreytingin mikla hefði ekki valdið mér neinu áfalli; eg vissi, að það var hægt og þá var að reyna það. Eg var alt i einu kominn heim til eins góðvinar míns þar á staðnum, eg var kominn inn í borðstofuna, nokkrir fleiri voru þar einnig, sem eg þekti; þeir sátu við borð í von um að einhverjir ósýni- legir gestir kynnu að vera þar, er myndu reyna til að gera vart við sig með því að valda einhverjum hreyf- ingum á því. Það er líklega enginn hérna hjá okkur, sagði einn af þeim, er sátu við borðið. Ójú, víst var eg þarna, og eg hugðist nú að nota tækifærið. Eg reyndi af öllum mætti að hreyfa það, en fékk engu áorkað. Eg snerti þá sem þarna voru, en enginn gat orðið var við mig. Eg reif í hárið á þeim, kleip í eyrun á þeim, en ekkert dugði, eg gat ekki látið þá finna að eg væri þarna. Eg vissi að einn af viðstöddum hafði einhverja hæfileika til þess að skrifa ósjálfrátt, eg hugði nú gott til glóðarinnar að nota mér þennan hæfileika hans, en þá rak eg mig á nýja örðug- leika, eða reyndar samskonar og hina; eg kunni engin tök á því að notfæra mér þá. Eg varð fyrir allverulegum vonbrigðum, tækifærið virtist bíða eftir mér, en mér var ekki unt að nota mér það, vegna þess að mig skorti viðeigandi þekkingu á hlutunum. Aftur stóð eg út við gluggann á herberginu mínu, mér hafði þá aðeins verið sýnt þetta með einhverjum hætti.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.