Morgunn - 01.12.1935, Síða 42
168
MORGUNN
En nú var mér það fyllilega ljóst, að það er ekki
eins auðvelt og margur hyggur að sanna tilveru sína frá
öðrum heimi; það útheimtir sérstaka þekkingu, og vafa-
laust mikla þolinmæði af hálfu sendanda og viðtakanda,
og mig furðar ekkert á þvi þó að framliðnum mönnum
reynist það stundum dálítið erfitt að fullnægja meira eða
minna viturlegum sannanakröfum okkar. Með þetta ein-
kennilega atvik í huga furðar mig miklu rneir á þvi, hve
þeir fá einatt miklu áorkað í þeim efnum.
En mér var það ekki að skapi að gefast upp við svo
búið. Eg vissi nú að jarðneskar fjarlægðir höfðu ekkert
að segja fyrir mig, eins og högum minum var nú háttað.
Eg ásetti mér nú að leggja af stað í ferðalag til Englands,
reyna að ná þar tali af einhverjum miðlastjórnendum, leita
hjá þeim þekkingar á því, hvernig unt væri að notfæra
sér miðilshæfileikann í áðurnefndum tilgangi.
Og samstundis var eg lagður af stað, hugsunin og
þráin var þessi augnablik sama sem framkvæmdin.
Eg leið í loftinu. Eg sá Reyðarfjörðinn fyrir neðan mig,
gáraðan af hægum norðanvindi, áfram, og úthafið blasti
við undir fótum mínum, eg eygði tindana á islenzku fjöll-
unum, sem voru að hverfa á bak við bungu hafsins. En
hvað það var gaman að ferðast svona.
Alt í einu breyttist útsýnið. Eg var kominn á einhvern
ókunnan stað, þó fanst mér eg hálfgert hafa séð hann
áður. Eg sá að visu ekki neitt verulega greinilega, vegna
þess að einkennileg rökkurmóða hvildi yfir öllu, en eg
varð eigi að síður snortinn af friði þeim og ró, er virtist um-
lykja mig.
Eg mundi greinilega eftir því, hvað hafði gerst, og
vissi að eg var kominn i annan heim. Átti þetta að vera
framtíðar dvalarstaður minn?
Eg var að visu ekki óánægður með hann, en hefði
þó kosið hann bjartari. En það var aðeins sjálfum mér
fyrir verstu að fara að ala á einhverri óánægju í hug
mínum. Eg hafði sennilega ekki búið mér bjartari vistar-