Morgunn - 01.12.1935, Qupperneq 44
170
MORGUNN
og sólglitaða fjallatinda, glitrandi blóm og angandi rósir.
Eg gat ekkert sagt nokkur augnablik, en sál mín teygaði
unað líðandi augnablika í orðvana nautn.
Hann virtist lesa hugsanir mínar og lofaði mér að
njóta hrifningar unaðarins, uns hann rauf þögnina og mælti:
»En samt ert þú þó ennþá í útjaðri paradísar (borderland
of the heavenly regions, eins og mig minnir að hann hafi
sagt).
»Nú skulum við ganga upp á hæðina, svo að þú getir
notið útsýnisins betur, og tekið skýrari mynd með þér
af þvi inní jarðlífsvitund þína, af landinu sem þú átt að
segja öðrumaf, er svo margir kvíða fyrir að hverfa inn á,
bætti hann við.
Laðaðu mynd þessa fram í huga þínum, er þú hefir
séð, festu þér vel i huga það sem þér kann ennfremur að
verða sagt áður en þú hverfur héðan, og notfærðu þér
hina fengnu þekkingu, kunni leið þin og einhverra sam-
ferðamanna þinna að liggja um öræfaauðnir þjáninganna,
einhverntíma síðar«.
En nú er jarðlífsgöngu minni lokið, mælti eg, nú er
eg kominn hingað og nú finn eg fyrst hversu yndislegt er
að lifa, svaraði eg. »Nei« mælti förunautur minn, »þú ert
hér aðeins sem gestur örfá augnablik«. Eg fann að hann
sagði satt, en mér fanst óbærileg tilhugsun að þurfa að
hverfa þaðan.
Hann virtist altaf lesa hugsanir mínar. Sjáðu, mælti
hann. Eg sá hóp af mönnum á ferðalagi um gróðurvana
auðnir í náttmyrkri og hríð, allir báru þeir byrðar, sumir
stórar, aðrir minni, allir voru með eitthvað, mér fanst
sumt af því, er þeir báru, líkjast krosstré að því er eg bezt
fekk greint.
Eg sá að sumir voru viltir á áttum og vissu ekki,
hvert stefna skyldi, aðrir virtust örmagna af þreytu og
vera að gefa upp alla von. Eg sá bænarsvipinn á andliti
þjáningarbarnanna, einkum i svip eins af þeim, er mér
fanst eg þekkja; hann var að hníga niður undir krossi