Morgunn - 01.12.1935, Síða 53
MORöUNN
179
og leysir al höndum sjálfstæðar athafnir, meðan hin venju-
lega heilastarfsemi er sofandi, en sefur ekki með jarðneska
líkamanum, deyi þá heldur ekki með honum, en haldi
áfram sjálfstæðu vitsmunastarfi, í hinum ómælanlegu víð-
áttum eilífðarheimsins, þar sem þúsund ár eru sem einn
dagur, og einn dagur sem þúsund ár.
Draugur - Varöengill - TvífarL
í þjöðsögum Sigfús Sigfússonar er sagt frá draugy
Langhúsa-Móra, er lagði það mjög í vana sinn að taka á
sig gerfi manns, er hann fylgdi. Þar er meðal annars sagt
svo frá um ferðalög þessa manns, Einars að nafni, sem
fylgjuna hafði: »í flestum eða öllum þessháttar ferðum þótt-
ust margir sjá Móra og hafði hann þá sýnst vera Einar
sjálfur. Svo vandlegu Iék Móri hann í allri útsjón. Var
hann þá líka ríðandi og róandi á rauðum og reykjandi svo
að kúfarnir stóðu upp af honum«.
Þetta er eitt dæmi þess, hve gjarnt íslendingum hefir
verið til þess að eigna draugum fyrirbrigði, sem þeir skildu
ekki, og heimfæra þau til myrkraríkisins. Svo hefir það
verið allar götur frá galdraöldinni og fram á 19. öld, er
Móra og Skottu-trúin þvarr að mestu.
Að hkindum hefðu Norðmenn lagt annan skilning i
þetta fyrirbrigði. Prófessor W. A. Craigie, sem mörgum
íslendingum er að góðu kunnur, ritaði fyrir nokkuð mörg-
um árum fróðlega grein í Blackwoods Magazine um það
fyrirbrigði í Noregi, er manna verður vart skömmu áður
en þeir koma, svo að annaðhvort sjást þeir eða til þeirra
heyrist. Hann segir, að þetta sé mjög algengt þar í landi,
og Norðmenn neita því ákveðið, að þetta sé nokkuð hjá-
trúarkent, því að það sé staðreynd. Ekki telja þeir heldur,
12*