Morgunn - 01.12.1935, Page 54
180
MOROUNN
að þetta sé neitt ískyggilegt eða óviðfeldið. Þeir nefna
þetta, sem vart verður við, »Vardögr«, og það þýðir varð-
engill. Maðurinn, sem þetta fylgir, er sagt að hafi »Vardögr«.
Meðal annars er þessi saga sögð um Björnstjerne
Björnson. Það er vinur fjölskyldu hans, sem segir söguna.
Eg var staddur á Aulestad. Björnson var þar líka með
vini sínum Fritz Hansen. Einn daginn ætluðum við að fara
að borða kvöldmat, þegar við heyrðum Björnson stappa
snjóinn af fótum sér, stinga stafnum sínum í reghlífagrind-
ina og ganga upp stigann til svefnherbergis síns. Eg bað
um að komið væri inn með tevatnið, og stúlkan var á Ieið-
inni með það. Hún sagðist líka hafa heyrt Björnson koma
inn. Hann kom ekki ofan, og eg sendi stúlkuna upp á loft-
ið, því að eg var hræddur um að honum væri ilt. Hún
kom aftur með þær fréttir, að hann væri þar ekki. Eftir
hér um bil tíu minútur kom hann, stappaði snóinn af fót-
um sér, stakk staf sinum í regnhlífa-grindina og fór upp
stigann til svefnherbergis síns. Eg sagði honum frá þessu
og hann svaraði: »Já, eg veit það að eg hefi »Vardögr«.
Hér er eitt dæmi þess að »varðengillinn« getur eins
sést eins og til hans heyrist. Prófessor Craigie segir frá
konu, sem kveðst hafa séð »varðengil« föður síns einu sinni
eða tvisvar. Sérstaklega man hún eftir einum þess konar
atburði, og segir svo frá:
»Eitt sumarkvöld var faðir minn að heiman, var að
heimsækja sjúkling. Eg sat við gluggann og sá hann koma
inn í garðinn í vagni sínum, fara venjulegu bugðuna í
garðinum, og nema staðar við dyrnar. Eg hljóp út í garð-
inn, en sá þar ekkert. Eg man ekki, um hvert leyti hann
kom í raun og veru. Eg veitti þessu ekki mikla athygli,
enda var eg önnum kafin við venjuleg skyldustörf mín.
Eg var 15 ára gömul, þegar þetta gerðist, og alls ekki
taugaveikluð. Bróðir minn, assessor W., man líka eftir svip-
uðum atburðum, en ekki greinilega. Fjölskyldan gaf yfir-
leitt lítinn gaum að þeim«.
Þá skal hér getið eins dæmis, sem sýnir, að »varð-