Morgunn - 01.12.1935, Side 57
MORGUNN
183
Ásgeir Þ. Sigurösson
konsúll farinn af þessum heimi.
Hann var fyrir margra hluta sakir einn af hinum ágæt-
ustu mönnum þjóðar vorrar. Morgunn hefir sérstaka ástæðu
til að minnast hans, því að hann reyndist sálarransóknar-
málinu ávalt hinn bezti drengur.
Hann var félagi í Tilraunafélaginu, sem var fyrstu
skipulagsbundnu samtökin hér á landi til þess að rannsaka
dularfull fyrirbrigði. Eg man vel þegar hann kom fyrsta
skiptið á fund hjá okkur. Þá voru að gerast mjög merkileg
óg tilkomumikil fyrirbrigði hjá Indriða Indriðasyni. Ásgeiri
Sigurðssyni fanst mikið um þau og hann gekk mjög bráð-
lega í félagið. Mikil viðleitni var í frammi höfð til þess að
níða þessar tilraunir og vekja andúð gegn þeim, meðal
annars á þeim grundvelli að fyrirbrigðin væru svik.
Nokkrir menn gáfu þá út í blöðunum yfirlýsingu um þá
sannfæring sína, að fyrirbrigðin væru svikalaus og miðillinn
hafður fyrir rangri sök með þeim áburði. Einn þeirra var
Ásgeir Sigurðsson.
Hann átti upptökin að því að stofnað var til prédikana
síra Haralds Níelssonar í Fríkirkjunni, sem svo djúp og
viðtæk áhrif höfðu, svo sem kunnugt er. Hann færði það
einusinni í tal við mig, hvað hann tæki sér það nærri að
geta hvergi komið til guðsþjónustu sér til verulegrar ánægju
og sálubótar. Hann var ekki með því að gera lítið úr þeim
prestum, sem þá störfuðu hér í Reykjavík. Því að hann
var með afbrigðum hógvær maður, gætinn og umtalsgóður.
En hugur hans var inni í öðrum leiðum en hugir þessara
presta. Hann lét þess getið við mig, að sér hefði komið
til hugar að nokkurir menn, sem hugsuðu líkt hver öðrum,
leigðu sér einhvern ofurlítinn sal og fengju síra Harald til