Morgunn - 01.12.1935, Qupperneq 62
188
MOKGUNN
þeir bera með sér, að þeir væri talsvert meira en í með-
allagi að vitsmunum og auðsjáanlega efnamenn. Þeir voru
auðsjáanlega ekki úr þeim hóp taugaveiklaðra manna, sem
safnast um flestar hreyfingar og málefni. Það skein út úr
þeim glaðværðin.
Það vakti beinlínis eftirtekt mína, að eg hafði aldrei
verið í svo glaðværum hóp síðan fyrir októbermánuð 1929
— og allir voru þeir alls gáðir. Það kom mér svo fyrir
sjónir, að ef það voru blekkingar, sem þeir urðu fyrir, þá
væri það þó merkilegra en það, sem öðrum mönnum þætti
raunveruleiki.
Með tilliti til þeirrar reynslu, sem eg ætla að fara að
segja frá, þykir mér þess vert að geta þess, að eg hafði
nýlega verið undir rannsókn, bæði andlegri og líkamlegri,
er eg var rannsakaður af lækni fyrir íhaldssamt ábyrgðar-
félag.
Með æfðu auga gamals blaðamanns, sem hafði mörg-
um sinnum komist í það, að koma upp einhvers konar
svikum, rannsakaði eg herbergið. Þar voru engir klefar,
hljóðfæri, trumbur eða annað áhaldasafn, sem svikamiðlar
oft nota. Þar voru aðeins tveir litlir alúmíníumlúðrar, sem
sagt var að væru notaðir til að styrkja raddirnar, þegar
þær kæmu ekki með nógu miklum krafti til þess að heyr-
ast vel. Þeir voru lítið eitt meira en tvö fet á lengd og
vikkuðu svo mikið frá mjóendanum, að þeir voru 6 eða 7
þumlungar í þvermál í gildari endann. Nálægt víðari end-
anum á lúðrunum voru »fosfór« litaðar rákir, sem mér var
sagt að gjörðu auðvelt fyrir fundarmenn að fylgjast í myrkr-
inu með hreyfingum þeirra í hinu stóra herbergi.
Eftir fáar mínútur tóku lúðrarnir hvor eftir annan að
þeytast um í myrkrinu yfir höfðum fundarmanna. Áður en
ljósin voru slökt, höfðu þeir staðið á víðari endanum á
gólfinu, fá fet fyrir framan miðilinn. Ljósböndin gjörðu það
auðvelt að fylgjast með hreyfingum þeirra um herbergið,
stundum hæst upp undir lofti.
Nú nam annar lúðurinn staðar fá fet fyrir framan