Morgunn - 01.12.1935, Qupperneq 69
MORG-UNN
195
og hefði sagt, að hann vissi um þær fyrirætlanir, sem
áformaðar hefðu verið og lofað að vera þar við. Eg hefði
gjört ráðstafanir til að vélin flýgi yfir Floyd Bennetts flug-
völl og yfir Guðsföður kirkju, þar sem Ford hafði fengið
þetta skeyti.
Eg hafði þekt Ammundsen í lifanda lifi. Skömmu eftir
að hann fann suðurheimskautið hafði eg hjálpað til að
undirbúa, er hann hélt fyrirlestur sinn i Carnegie-höll í
Pittsburgh.
Nú heyrðist önnur rödd gegnum vélaskarkalann i flug-
vél, sem þetta flug mundi hafa verið tiltölulega auðvelt.
»Roald Ammundsen talar. Eg hefi nýlega verið niðri
við suðurheimsskaut hjá Byrd og öðrum góðum vinum
minum í rannsóknarför hans. Þeir hafa unnið aðdáanlegt
verk og eg hefi reynt að hjálpa þeim«.
Leyndardómurinn við dauða Ammundsens við norður-
skautið hefir aldrei fyllilega verið fundinn.
»Hvernig atvikaðist, að þú og félagar þínir fórust við
norðurskautið?«
»Við fórumst í þoku yfir veglausri ísauðn og hröpuð-
um í sjóinn. Mig tók það sárt vegna félaga minna, sem
voru ungir, en það var bezt fyrir mig. Störfum mínum var
lokið.
Næsta rödd kallaði: »Pabbi, pabbi, þetta er Dave,
Dave Webster. Heyrir þú til min?«
»Já, Dave«, svaraði dr. Webster, »eg heyri til þín og
þekki málróminn þinn. Það er gott að heyra frá þér. Hef-
ir þú flogið nokkuð nýlega?«
»Ekki siðan siðasta flugið, sem við fórum saman,
pabbi . . . Góða nött«.
»Góða nótt, Dave. Láttu mig heyra frá þér aftur«.
»Eg skal gjöra það, pabbi. Heilsaðu mömmu«.
Þá kom Conan Doyle aftur.
»Ford, Ford, er Ford hér?«
»Já, Sir Arthur, eg er hérna«, svaraði Ford.
»Gott kvöld, Ford, þetta er dásamlegur atburður, finst
13*