Morgunn - 01.12.1935, Qupperneq 81
MORGUNN
207
boðið að taka þátt í þessum fundi, en hvorugur þeirra sá
sér fært að þiggja það boð, svo að enginn íslendingur var
þar. Afarmikla eftirtekt vakti þar saga, sem K. E.
Bödtker, fyrverandi rektor í Osló, sagði þar af málaferlum,
er urðu út af andláti Dahls bæjarfógeta, þess er Hallgrím-
ur Jónsson yfirkennari ritar um í þetta hefti Morguns. Frú
Ingeborg Köber, dóttir Dahls, sem að líkindum er mestur
miðill á Norðurlöndum, með þeim ágætustu i Norðurálf-
unni, hafði i sambandástandi ritað spádóm um það, hve-
nær andlát föður hennar mundi bera að höndum. Spádóm-
urinn rættist, en honum var haldið leyndum fyrir Dahl og
öðrum, þangað til Dahl var látinn. Þá var hún ákærð fyrir
að hafa valdið dauða hans, annaðhvort með sefjun, sem
af spádómnum stafaði, eða að hún hefði beinlínis myrt
hann, til þess að ná i slysalifsábyrgð, sem Dahl hafði keypt
fyrir 10 árum, af því að hann, sem var nærri því heyrnar-
laus, komst þá í mikla lífshættu við að verða undir vagni.
Frú Ingeborg var ein viðstödd, þegar Dahl druknaði, og
gerði ósleitilega tilraun til að bjarga honum, svo að hún
komst sjálf í mikla hættu. í þessu máli voru haldin mörg
réttarpróf og fjöldi vitna leiddur. Málið vakti hið mesta
hneyksli, og var nefnt galdramálið. Blöðin voru málshöfð-
uninni mjög andvíg og töldu hana óvirðing fyrir hina
norsku þjóð. Málið var tekið til umræðu i norska þinginu,
og þar var þess krafist, að þvi yrði tafarlaust vísað frá
Ályktun var samt engin gerð i þinginu, af því að málið
var þá um sömu mundir látið falla niður sem ástæðu-
laust. Síðustu úrslit málsins eru samt ekki kunn hér. Eitt-
hvað hefir það komið til orða að frú Ingeborg lögsæki
ákærandann fyrir óhróður sinn og þá raun, sem hann hefir
bakað henni, og raddir hafa komið fram um það, að á-
kærandinn ætti ekki að geta haldið embætti sinu eftir þetta
frumhlaup. Hann er hæstaréttardómari.
„ „ Fyrir 16 árum hélt enska þjóðkirkjan þing
í birkju 1 Leicester. Þa gerðu nokkrir leiðtogar
hennar árás á spíritismann. Conan Doyle