Morgunn - 01.12.1935, Síða 83
M 0 R G U N N
209
í sekk og ösku.
að jafnframt því að skipuleggja sig hafi hún kreist Iifið úr
sjálfri sér. Því fer svo fjarri, að vér deilum á kristnina, að
vér teljum oss beint áframhald af frumkristninni«.
»Kirkjan hefir farið hörðum orðum um oss,
en eg ber það undir yður, hvort kirkjan
sjálf ætti ekki að sitja nú á dögum í sekk og ösku. Um
2000 ár hefir kristnin ráðið í Norðurálfunni, verið hinir
siðferðislegu kennarar Norðurálfunnar. Og í lok þessa
tímabils höfum vér séð hina hræðilegustu ógæfu, sem
nokkuru sinni hefir yfir veröldina dunið; tiu miljónir manna
liggja dauðar á jörðunni. Hvernig hefir þetta gerst? Það er
ekki til neins að segja, að þetta hafi gerst af því, að fólk-
ið hafi ekki fengist til að hlusta á kristindóminn. Það var
verk kristinna manna að gjöra trú sína gildandi. Sönn trú
hefir í sér fólginn knýjandi mátt. Ef kristnina hefði ekki
vantað eitthvað, sem er skilyrðislaust nauðsynlegt að mik-
il trúarbrögð hafi, þá hefðum vér aldrei orðið fyrír þessari
voðalegu reynslu«.
»Um tvöhundruð ár hefir kristnin verið að
ehdshyggjuna. berjast við efnishyggjuna. Fyrst voru þeir
Hume, Voltaire og Gibbon, því næst hinir
miklu óvissutrúarmenn, Huxly, Herbert Spencer og Haeckel
Allir þessir miklu menn réðust á rétttrúnaðinn og kirkjan
var varnarlaus gegn þeim. Hún gat ekkert annað gert en
komið með ritningargreinar og svarið við þeim var: »Eg
trúi þessu ekki«. Kirkjan treysti á óskeikulan boðskap sinn.
Andstæðingar hennar neituðu óskeikulleikanum, svo að
þetta var gagnslaust í deilunni. Kirkjan var rekin úr hverju
víginu eftir annað. Efnishyggjan stóð sigri hrósandi, og í
kjölfar þess sigurs kom þessi ógæfa«.
»Vér komum fram sem bandamenn. Vér
trúarbragöanna. segíum’ að vér séum Þess a,bunir að sanna
þetta alt; að sanna það, að lífið haldi
áfram eftir líkamlegan dauða; að i næstu veröld fari kjör
manna eftir því, hvernig lifað hefir verið hér; að sanna í
raun og veru öll grundvallaratriði trúarbragðanna. Og allir,
14