Morgunn


Morgunn - 01.12.1935, Page 84

Morgunn - 01.12.1935, Page 84
210 MORGUNN Efniskendu fyrirbrigöin. sem þekkja bókmentir vorar — því miður eru þessir menn á kirkjuþinginu ófróðir um þær — þeir vita, að vér höfum sannað það, að lífið heldur áfram eftir andlát líkamans, og að skynsamleg þróun mannssálarinnar fer þar á eftir. Þar sem nú þessu er svo farið, mundu þessir menn segja við oss, ef þeir væru ekki blindir: »Komið og hjálpið oss til þess að berjast gegn efnishyggjunni i veröldinni«. Vérerum þeirra öflugustu bandamenn, og samt er þetta það eina sem þeir geta notað hæfileika sína til — og hæfileikar þeina eru ekki miklir — að ráðast á oss og reyna að rífa oss í sig«. Nokkru siðar í ræðu sinni vék Conan Doyle að efniskendu fyrirbrigðunum og komst að orði á þessa leið: »Sumir menn hafa sagt, að fyrirbrigði vor fáist við barnaskap og hafa spurt: Hvað hafa framliðnir vinir vorir að gera við borðhreyfingar og fljúgandi stóla? Eg hefi samúð með þessu sjónarmiði, en eg ætla að skýra málið. Þó að sum af þessum fyrirbrigðum kunni að virðast kenjótt, þá koma þau öll blátt áfram til þess að vekja athygli þessarar efnishyggju aldar á þeirri staðreynd að til eru öfl, sem eru utan við öll þau öfl, sem mannkynið þekkir. Þessi er ástæðan. Vér skul- um líta á málið á æðra stígi: sambandið milli kraftaverka Krists og kenningar hans. Þegar Kristur framkvæmdi krafta- verk, þá hafði enginn gagn af þeim nema sá sem lækn- inguna fékk. En kraftaverkin voru feikilega mikilvæg, af þvi að þau vöktu athygli landsmanna á því, sem hann hafði gert og sýndu mátt, sem var meiri en máttur annara manna. Og svo komu þeir og hlustuðu, og með þessum hætti var samband milli kraftaverkanna og fjallræðunnar. Eins er það, að máttur annars heims í þessari hreyfingu hefir verið notaður til þess að hafa áhrif á hugi þeirra manna, er fyrir oss verða á 20. öldinni. Þið getið farið til vísindamanns með fagrar ritningargreinir og hann mundi ekkert gera úr þeim. En sýnið honum eitthvað, sem fer upp á við, þegar það ætti að fara niður á við, og hann fer að kynna sér málið. Þetta sannfærir hann um, að þarna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.