Morgunn - 01.12.1935, Síða 84
210
MORGUNN
Efniskendu
fyrirbrigöin.
sem þekkja bókmentir vorar — því miður eru þessir menn
á kirkjuþinginu ófróðir um þær — þeir vita, að vér höfum
sannað það, að lífið heldur áfram eftir andlát líkamans, og
að skynsamleg þróun mannssálarinnar fer þar á eftir. Þar sem
nú þessu er svo farið, mundu þessir menn segja við oss,
ef þeir væru ekki blindir: »Komið og hjálpið oss til þess
að berjast gegn efnishyggjunni i veröldinni«. Vérerum þeirra
öflugustu bandamenn, og samt er þetta það eina sem
þeir geta notað hæfileika sína til — og hæfileikar þeina
eru ekki miklir — að ráðast á oss og reyna að rífa oss í sig«.
Nokkru siðar í ræðu sinni vék Conan Doyle
að efniskendu fyrirbrigðunum og komst að
orði á þessa leið: »Sumir menn hafa sagt,
að fyrirbrigði vor fáist við barnaskap og hafa spurt: Hvað
hafa framliðnir vinir vorir að gera við borðhreyfingar og
fljúgandi stóla? Eg hefi samúð með þessu sjónarmiði, en
eg ætla að skýra málið. Þó að sum af þessum fyrirbrigðum
kunni að virðast kenjótt, þá koma þau öll blátt áfram til
þess að vekja athygli þessarar efnishyggju aldar á
þeirri staðreynd að til eru öfl, sem eru utan við öll
þau öfl, sem mannkynið þekkir. Þessi er ástæðan. Vér skul-
um líta á málið á æðra stígi: sambandið milli kraftaverka
Krists og kenningar hans. Þegar Kristur framkvæmdi krafta-
verk, þá hafði enginn gagn af þeim nema sá sem lækn-
inguna fékk. En kraftaverkin voru feikilega mikilvæg, af
þvi að þau vöktu athygli landsmanna á því, sem hann
hafði gert og sýndu mátt, sem var meiri en máttur annara
manna. Og svo komu þeir og hlustuðu, og með þessum
hætti var samband milli kraftaverkanna og fjallræðunnar.
Eins er það, að máttur annars heims í þessari hreyfingu
hefir verið notaður til þess að hafa áhrif á hugi þeirra
manna, er fyrir oss verða á 20. öldinni. Þið getið farið til
vísindamanns með fagrar ritningargreinir og hann mundi
ekkert gera úr þeim. En sýnið honum eitthvað, sem fer
upp á við, þegar það ætti að fara niður á við, og hann
fer að kynna sér málið. Þetta sannfærir hann um, að þarna