Morgunn - 01.12.1935, Qupperneq 90
216
M0E6UNN
miðil, er vel tekst starfið, fyr en eg gat liðið i loftinu uppi
yfir fundarmönnum og horft á likama minn á ræðupallin-
um. Um þær mundir gerði eg mér þá aðal-hugmynd um
sambandið, að framliðinn maður færi inn í líkamann, eða
stæði rétt fyrir aftan hann og réði yfir honum. En þegar
eg var orðinn fær um að horfa á það sem gerðist, komst
eg oft að raun um það, að veran sem var að nota líkam-
ann í það og það skiptið, stóð á þeim stað herbergisins,
sem lengst var frá líkamanum, en eg sá örmjóa ljóstaug,
er lá á milli verunnar og líkama miðilsins.
Þá var það og afar hugnæmt að horfa á samstarf
kraftanna, þegar kvöldinu var varið til að »svara spurn-
ingum«. Fundarstjóri las upphátt 20—25 skrifaðar spurning-
ar frá fundarmönnum. Þá var ef til vill ein tylft af verum
í hálfhring utan um miðilinn. Spurningarnar voru ýmislegs
efnis; þær snertu náttúruvísindi og guðfræði, kirkjusögu og
almenna heimspeki, sálræn efni og starfsemi í heimi fram-
liðinna manna. Eftir spurningunum færði ljóstaugin sig til,
tengdi fyrst eina veruna og þvinæst aðra úr flokknum við
miðilinn. Hugnæmt var það og lærdómsríkt, þegar komið
var með spurningu, sem engin af þeim verum, sem við-
staddar voru, var fær um að svara. Aðal-stjórnandinn kom
þá með fáeinar almennar athugasemdir svo sem eina eða
tvær mínútur, en boð var sent út eftir einhverjum, sem
gæti fengist við efnið, og þá kom inn alveg óþekt vera
eins og elding. Margar af þeim verum voru óþektar, aðrar
voru þektar úr mannkynsögunni, þær er fengust við þau
málefni, sem um var rætt.
Eitt af því fyrsta, sem miðill, er leggur stund á sam-
bandsástand, og annars sérhver miðill, ætti að varast, er
að Iíta stórt á sjálfan sig. Það getur verið, að auðmýktin
svari ekki kostnaði í öllum greinum lífsins, en það gerir
hún áreiðanlega í allri eftirleitni eftir andlegum þroska. Mið-
ill, sem ekki getur lagt stund á hana, er líklegur til að
koma ekki að eins miðilsgáfu sinni heldur og lífi sínu í
hættulegar flækjur.