Morgunn


Morgunn - 01.12.1935, Page 100

Morgunn - 01.12.1935, Page 100
226 M0R6UNN sem mikil þörf væri á, og á næsta augnabliki var hún það sem menn kalla dáin. En Ijúfa brosið, sem hún hafði fyrst heilsað englunum með, var enn mótað á andliti hennar. Englarnir tveir dvöldust við rúmið þá stuttu stund, sem leið þangað til andalíkaminn hafði fengið á sig lög- un uppi yfir likamanum, sem jarðneska lífið hafði nú yfir- gefið. Þá lyftust verurnar upp og stóðu fáein augnablik sin hvoru megin við hana, sem nú var orðin eins og þær sjálfar. Og þrír englar fóru nú út úr herberginu, þar sem þeir höfðu rétt áður ekki verið nema tveir. Þegar skyldmennin voru komin grátandi út úr her- berginu, gekk eg að glugganum, lauk honum upp að fullu og starði út í náttmyrkrið. Eg var að hugsa um það, hvert englarnir hefðu farið, og mig langaði til að mega fara þangað líka. Þá heyrði eg rödd, hljómfagra en valds- mannslega. Og orðin, sem eg heyrði eins greinilega eins og eg hefi nokkurn tíma heyrt orð, sem mannleg rödd hef- ir sagt, voru þessi: »Ekki enn; verki þínu á jörðinni er enn ekki lokið«. Margoft hefi eg á árunum þar á eftir séð engla fara burt með nýfæddan engil í umsjón sinni, og nálega æfin- lega hefi eg fundið til þessarar sömu löngunar, að eg mætti verða þeim samferða. Og margsinnis hefir sama röddin sagt þetta við mig: »Ekki enn; verki þínu á jörð- inni er enn ekki lokið.« Eg gat lítið gert til þess að sefa sorg föðurins, móð- urinnar og bróðurins eftir þessa stúlku, þó að andlát henn- ar hefði fært mér algjörða vissu um það, að hún hefði komist í samfélag við englana í ánægjulegra tilveruástandi en til er á jörðinni. Eg þorði ekki að segja þeim frá því sem eg hafði séð. Þau mundu ekki hafa trúað því að eg hefði getað séð það, sem þau höfðu ekki séð. Allra sízt mundi faðirinn hafa trúað því. Hann var vænn maður, en hann var guðstrúarleysingi, og hann hafði sannfært sjálfan sig um það, að ekkert framhaldslíf væri til. Á síðustu orð dóttur sinnar, og brosið, sem gerði andlit hennar bjart, þegar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.