Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 13
BÚFRÆÐINGURINN
11
þessari nýju vélýrkju til gildis, að jörðin fáist tætt á mjög skömmum
tima og vélarnar skilji við hana í því ásigkomulagi, að flögin grói þeg-
ar án fræsáningar.
Bæði stríðið og vélar þær, er komu til skjalanna að því loknu, studdu
því að vexti græðisléttunnar á kostnað sáðsléttunnar. Hins vegar urðu
mjög hækkandi vinnulaun mikill hnekkir fyrir þaksléttuaðferðina. Þetta
viðhorf til ræktunaraðferða kemur greinilega í Ijós í jarðræktarlög-
unum, þegar þau eru setl, og i reglum þeim, er settar voru um gerð
jarðabóta og úttekt samkvæmt þeim. Þar er græðisléttunni og sáðslétt-
unni gert jafnhátt undir höfði, og er þó tvímælalaust, auk grasfræsins,
krafizt miklu meiri og vandasamari undirbúnings fyrir sáðsléttuna.
Þrátl fyrir það, að jarðræklarlögin hvöltu beinlínis til að nota græði-
sléltuaðferðina, kom brátt í ljós, þegar farið var að rækta svo, að um
munaði, að sáðsléttan var ræktunaraðferð framtíðarinnar. Það var að-
allega þrennt, er olli þessu: 1. Þegar ræktunarframkvæmdir jukust, var
seilzt oft og tíðum til lands, sem hafði ekki hentug skilyröi til sjálf-
græðslu, greri of seint eða gaf um langt skeið óheppilegan blendings-
gróður af valllendis- og votlendisjurtum. 2. Notkun tilbúins áburðar
jókst stórkostlega á þessum árum, en hann leysti, ef svo má segja, kosti
sáÖslétlnanna úr álögum og sýndi mjög oft, að gömlu sáÖslétturnar
TAFLA I
Himdraðshlutar einstakra rœklunaraðferða við nýrœktina
frá 1931—1944. Túnasléltur meðtaldar.
Ár: Þakslétta: Græð'islétta: Sáðslétta: Samtals: Ila:
1931 8.7 % 39.4 % 51.9 % 100% 1644
1932 12.0 — 31.1 — 56.9 — 100 — 1677
1933 11.8 — 29.7 — 58.5 — 100 — 1292
1934 9.9 — 25.8 — 64.3 — 100 — 1296
1935 7.7 — 24.2 — 68.1 — 100 — 1255
1936 10.5 — 16.9 — 72.6 — 100 — 1056
1937 8.8 — 14.5 — 76.7 — 100 — 901
1938 8.5 — 12.6 — 78.9 — 100 — 1000
1939 8.8 — 13.9 — 77.3 — 100 — 1055
1940 12.3 — 18.8 — 68.9 — 100-- 681
1941 13.9 — 18.9 — 66.2 — 100 — 455
1942 9.3 — 17.1 — 73.6 — 100 — 562
1943 6.3 — 12.4 — 81.3 — 100 — 526
1944 4.6 — 14.4 — 81.0 — 100 — 885