Búfræðingurinn - 01.01.1947, Side 19
BÚFRÆÐINGURINN
17
T egund
rœktunarlands: Framrœsla: Vinnsla: Áburðarþörf:
Valllendi Lítil eða engin
Lyng- og hríslendi Venjulega engin
Sandar og melar Engin
Hálfdeigjur Misjöfn
Mýrar Mikil
Flóar Mikil
Létt eða allerfið Lítil til mikil
Oft nokkuð erfið Mikil
Auðveld, sé eigi stórgrýtt Mikil
Nokkuð erfið f Lítil, þegar
Nokkuð erfið L jarðvegurinn rotnar
Allerfið Talsverð
Auk þess, hverrar tegundar landið er, kemur ýmislegt til greina við
val ræktunarlands, og er eilt af því lega landsins. Það er allmikilsvert
atriði, að ræktunarlandið horfi við sól og hafi hæfilegan halla, eins að
það sé ekki fjarri bæjar- og gripahúsum, svo að auðvelt sé að nytja
það. Þá getur stundum verið rétt að velja ræktunarlandið þannig, að
auðvelt sé að nota þang og þara til áburðar eða koma við jarðvegs-
blöndun.
Þegar land hefur verið ákveðið til nýræktar, hefst það, sem nefna
má undirbúning ræktunarinnar, og er það aðallega fólgið í þrennu: jram-
rœslu, vörzlu og grjótnámi. Um tvo fyrstu liðina verður ekki rætt hér.
Um framræsluna nægir að vísa til rits Pálma Einarssonar ráðunauts,
Vatnsmiðlun (Sérprentun úr Búfræðingnum, VIII. árg.), en varzlan
hefur svo miklu víðtækara gildi en það, er tekur til nýræktarinnar, að
eðlilegt er, að henni séu gerð skil í sérstökum kafla. Hér verður að
nægja að geta þess, að þessi undirbúningsatriði nýræktarinnar má ekki
vanrækja þar, sem þeirra er þörf.
Að öllum jafnaði er svo rúmt um ræktunarland hér, að hægt er að
sneiða hjá mjög grýttum jarðvegi, þegar verið er að velja ræktunar-
land. Þó má oft búast við því, einkum í holtajarðvegi, að grjót sé til
hindrunar jarðvinnslunni, og þarf að nema það burtu, áður en hún
hefst. Er þá einkum um stærri steina að ræða, því að smásteinvölur,
er greiðlega losna við vinnsluna, má tína síðar úr flaginu eða jafnótt
°g þeirra verður vart. Stundum verður ekki vart við grjótið, fyrr en
farið er að brjóta landið, og verður þá að taka það upp jafnóðum eða
nierkja við það, svo að hægt sé að fjarlægja það, áður en frekari jarð-
vinnsla er framkvæmd.
Ymsar aðferðir má nota við grjótnám. Fyrst þarf að moka ofan af
steinunum og grafa umhverfis þá, svo að hægt sé að gera sér grein
fyrir stærð þeirra og lögun. Með járnkörlum og góðum vogarstöng-
2