Búfræðingurinn - 01.01.1947, Síða 21
BÚFRÆÐINGURINN
19
undir hann, þar til er að því kemur, að hann missi jafnvægið, þá er
steininum bylt með vogarstöngum niður í gröfina og reyna að haga svo
til, að hann leggist sem haganlegast. Því næst er fyllt með honum og
ofan á hann með því, er upp úr gryfjunni var mokað. Engin hætta er
á, að steinar þessir lyftist aftur, ef eigi nær að frjósa undir þá.
Þegar smúgrýttir melar eru ræktaðir, er grjótnámið í því fólgið að
tína saman smáhnullunga, er liggja á yfirborðinu, og svo steina þá, er
koma upp jafnótt og plægt er. Þessu grjóti er einfaldast að aka burtu í
kerrum, og er það oft prýðilegt til notkunar í grjótræsi, í steinsteypu
eða fyllingar.
Þegar lokið er að nema grjótið úr ræktunarlandinu, þarf að fylla
aftur holurnar eftir stærstu steinana, áður en jarðvinnslan hefst. Venju-
lega er nóg til af nærtækum þúfum, börðum eða brotum, sem pæla má
upp og nota til uppfyllingar. Tóttarbrot getur verið rétt að plægja upp
sérstaklega, áður en vinnslan hefst, til að kanna, hvort þar sé grjót.
4. Jarðvinnslan.
Framkvæma má jarðvinnsluna við nýrækt á ýmsa vegu, en lokatak-
niarkið verður þó í aðalatriðum hið sama: að slétta landið, svo að það
verði véltækt og yfirborðsvatn standi ekki uppi á því, og skilja við efsta
jarðvegslagið í 15—20 cm dýpi, losað og nokkurn veginn fínmulið.
Þetta er aðalmarkmið jarðvinnslunnar. En hvernig því er náð eða hve
langan tíma það tekur, skiptir í raun og veru minna máli. Þrátt fyrir
það er eðlilegast, þegar rætt er um jarðvinnslu, að gera ráð fyrir, að
notuð séu alhliða jarðyrkjuáhöld og þeim sé beitt í ákveðinni röð.
Störfin skiptast þá í þessa liði: 1. jöjnun með vélýlu, 2. plœgingu, 3.
herjingu, 4. jöjnun með slóða og jíjimulningu.
Jöfnun ræklunarlandsins, áður en hin eiginlega jarðvinnsla hefst,