Búfræðingurinn - 01.01.1947, Síða 27
BÚFRÆÐINGURINN
25
um, velta báðir helmingar moldinni frá miðju, og verður þá eftir rák
um miðbik herfisins.
Því stærra herfi sem notað er við jarðvinnsluna, því meira dráttarafl
þarf að nota, og er heppilegast að vinna eigi með stærri herfum en svo,
að hægt sé að skekkja þau til fulls og þyngja þau nokkuð. Líka má
segja, að því stærri plógur sem notaður hefur verið við plæginguna,
því stærra herfi þurfi til þess, að strengirnir vinnist sæmilega fljótt
og vel.
Þegar á að herfa flögin sama sumarið og plægt er, er bezt að gera
það þegar, eftir að plægingu er lokið, því að ella geta strengirnir þorn-
að og harðnað á skömmum tíma, ef þurrkar ganga, svo að þeir verði
illvinnandi öllum herfum. Flög, sem plægð eru á haustin og legið hafa
í plógstrengjum vetrarlangt, á að herfa á klaka og vinna þau smám
saman, meðan klakinn er að þiðna. Oftast verður herfingin þá mjög
auðveld. Það er að minnsta kosti áríðandi að herfa þessi flög, áður en
þau fara að þorna til muna.
Þegar jarðvinnslan er framkvæmd senr félagsvinna, með sömu á-
höldum hjá mörgum bændum, ætti það að vera reglan að herfa flögin
að minnsta kosti nokkuð, um leið og plægt er, svo að bændurnir geti
sjálfir lokið vinnslu þeirra næsta vor með þeim tækjum, er þeir hafa
ráð á og geta beitt hestum eða litlum dróttarvélum fyrir.
Nú skal vikið lítið eitt að tilhögun herfingarinnar. Ef strengirnir eru
samfelldir og liggja nokkurn veginn reglulega, er bezt að herfa fyrst
eina til tvær umferðir sem mest langs eftir þeim. Diskarnir rista þá
strengina í lengjur eða skera að minnsta kosti djúpa, samhliða skurði í
þá. Þegar ekið er þannig langs eftir strengjunum, kastast herfið minna
til en ef ekið er þvert á þá, og vinnur því betur. Þá er líka minni hætta
a því, að herfið velti strengjunum við, en það getur vel orðið, ef byrjað
er á því að aka þvert á þá.
Þegar lokið er að herfa langs eftir strengjunum, svo sem þurfa þykir,
er gott að herfa þvert eða skáhallt á þá, svo að lengjurnar, er orðið
hafa til í fyrstu umferðunum, bútisl í sundur. Þá getur verið ágætt, sé
hægt að koma því við, að krossherfa flagið. Það er gert þannig, sé
hagið rétthyrndur, jafnhliða ferhyrningur, að fyrst er herfað eftir
annarri hornalínunni og snúið við samhliða fyrstu slóðinni, ekið yfir
hana, þegar komið er aftur í horn, og svo samhliða henni hinum inegin
°g haldið þannig áfram, unz herfingunni lýkur á hinni hornalínunni,