Búfræðingurinn - 01.01.1947, Qupperneq 29
BÚFRÆÐINGURINN
27
sem sett er framan á litla dráttarvél. Nauðsynlegt er að herfa flagið
eftir jöfnunina, einkum þar, sem nokkur tilfærsla hefur átt sér stað, en
þess verður þó að gæla, að flagið ósléttist ekki við herfinguna.
Rótvinnsla nefnist það, þegar jarðvinnslan öll er framkvæmd með
herfum án plægingar. Með tækjum þeim, er nú er völ á, er þetta oftast
kleift, en þó mun stundum álitamál, hvort það er nokkur vinnusparn-
aður að spara plæginguna, og varla kemur það til mála, þegar rækt-
unarlandið er slétt eða því sem næst og auðplægt. Rótvinnsla getur
hins vegar oft verið fullkomlega réttmæt í þýfi, ekki sízt, ef þýfið er
nokkuð stórgert, svo að plæging með dráttarvél og
föstum plóg er óframkvæmanleg.
Yið rótvinnslu, sem eins vel mætti nefna rótttn,
þarf auk diskaherfis rótlierfi, sem er sterkt herfi
með nokkrum háum löppum eða lindum, sem eru
sveigðir fram á við, ýmist stífir eða nokkuð fjaðr-
andi og stillanlegir í mismunandi dýpi.
Rótunin hefst á því, að farið er með rótherfið
tvær til þrjár umferðir um landið, sem á að vinna.
Herfið ristir þá djúpar rispur í jarðveginn, flettir
sundur þúfunum og rífur þær upp í torfum, ef þær
eru vel grónar, en mylur þær sundur að öðrum 6- mynd.Krossherfing
kosti. Helztu vandkvæðin á þessari herfingu með
rótherfunum eru þau, að ef jarðvegurinn er seigur, vilja torfurnar safn-
ast á lappir herfisins og dragast með. Rótherfi, sem á að gera verulegan
usla í seigum jarðvegi, þarf mikið dráttarafl.
Þegar rótherfið hefur rifið þýfið sundur og jafnað, er skipt um herfi
og unnið með diskaherfi, þar til er hnausarnir, sem rótherfið reif upp,
eru nokkurn veginn komnir í smátt. Þá má beita rótherfinu á nýjan
leik og rífa með því dýpra en hægt var í fyrslu umferðunum og svo
koll af kolli, þ ar til er flagið allt er unnið nægilega djúpt og vel.
Ekki er hægt að mæla með þessari vinnsluaðferð, nema völ sé á
sterkri dráttarvél og góðum herfum, því að óráð er að ætla að fram-
kvæma rótun með hestum eða litlum dráttarvélum, nema jarðvegur sé
serstaklega myldinn og smáþýfður. Er þá aðferðin þannig, að fyrst eru
þúfui •nar skornar sundur með einhverju herfi, sem heggur eða sker
grasrótina. Og þegar hún hefur verið skorin þvert og endilangt, er
herfað með rótherfi og rifið upp það, sem skorizt hefur, og svo koll