Búfræðingurinn - 01.01.1947, Side 30
28
BÚFRÆÐINGURINN
aí kolli. Þessi aðferð var noluð hér nokkuð á tímabili, ýmist með er-
lendum herfum, (Hankmoherfi, Rudólfi) eða herfum, sem gerð voru
hér ó landi í þessum tilgangi (Lúðvígsherfum). En oft mun þessi
vinnsla hafa reynzt léleg, bæði illa unnið og of grunnt, og hefur lagzt
niður að mestu, eftir að farið var að nota dráttarvélar almennt við
jarðvinnsluna.
Þegar rætt er um rótun Iands, er ekki hægt að ganga fram hjá þúfna-
bönunum, sem voru notaðir hér á nokkrum stöðum milli 1920 og 1930.
Þar var það öxull alsettur hnífum, er snerist með miklum hraða og tætti
jörðina sundur, svo að hún varð fullunnin í tveimur til þremur um-
ferðum. Ekki verður um það deilt, að þúfnabanarnir unnu prýðilega í
smóþýfðu landi. En um stórt þýfi var örðugt að aka þeim, og þar unnu
þeir ekki heldur nógu djúpt. En þúfnabanarnir entust illa og voru dýrir
í rekstri.
Til eru tætarar, er vinna h'kt og þúfnabanarnir gerðu og hægt er að
nota í sambandi við dráttarvélar. Ekki munu þeir hafa verið reyndir
hér, en líklegt er, að þeir gætu komið hér að góðum notum, ekki aðeins
í greiðfæru landi og í smáþýfi, þar sem þeir væru einfærir um rótunina,
heldur einnig í sambandi við venjulegt rótherfi. Herfið yrði þá notað
til að rífa sundur þúfurnar og jafna landið, en tætarinn kæmi í stað
diskaherfis.
Það þarf ekki að vera mikill raunur á góðri rótun og þeirri jarð-
vinnslu, er hefst með plægingu, og einkum getur rótunin verið ágæt
byrjun, ef vinnslan tekur meira en eitt ár. Aðalmunurinn er oft aðeins
sá, að þegar rótað er, liggur meira af grasrótinni ofan á flaginu en ef
plægt er. Ef grasrótin er seig, t. d. snarrót, torveldar þetta vinnsluna.
Vafalaust grær rótað land fyrr upp án sáningar en plægt land, og ætla
má, að í rótaða landinu gæti alltaf nokkuð sjálfgræðslu, þótt grasfræi
sé sáð. En vafamál er, hvort það er vinningur.
5. Samanburður á ræktunaraðferðum.
Áður hefur verið getið nokkuð þeirra nýræktaraðferða, er hér hafa
verið notaðar fram ó síðustu ár og hafa til skamms tíma allar ált sína
formælendur. Hér er því ástæða til, áður en lengra er haldið með rækt-
unarstörfin, að hugleiða nokkuð mismun þann, sem er á þessum rækt-
unaraðferðum, og hverjar þeirra muni hagkvæmast að velja. Segja má,