Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 32
30
BÚFRÆÐINGURINN
þaulæföa og röska menn og 10 stunda vinnudag. Óvanir afkasta miklu
minna. Þetta nægir til að sýna, að sé miðað við kostnaðinn, þá er þak-
sléttan algerlega ósamkeppnisfær og dauðadæmd, þótt sjálf jarðvinnsl-
an sé tiltölulega auðveld. Til þess að geta rétt þann halla þyrfti hún
að hafa mikla gróðurfarslega yfirhurði yfir hinar ræktunaraðferðirn-
ar. Hafi hún það ekki, má hún teljast algerlega úrelt ræktunaraðferð.
Grœðisléttan og sáðsléttan eiga algerlega samleið um fyrstu jarð-
vinnsluna og geta raunar fylgzt að, þar til landið er fullunnið og jafn-
að. Auðvitað má með háðum aðferðunum ljúka ræktuninni á þessu
stigi. En þá er verðmunur aðferðanna aðeins verð grasfræsins, sem
fer í sáðsléttuna, og kostnaðurinn við að koma því í jörðina. En þetta
nemur aðeins örfáum % af öllum ræktunarkostnaðinum. Það er þessu
máli óskylt, þótt menn kjósi oft að haga undirbúningi sáðsléttnanna á
annan veg. Það sýnir aðeins, að svigrúmið er miklu meira, þegar menn
nota sáðsléttuaðferðina, en við græðisléttuna. Það er því sá megin-
munur á þessum aðferðum, að ef gerð er græðislétta, verður að ljúka
ræktuninni á sem skemmstum tíma, áður en náttúrlegi gróðurinn fúnar
og eyðileggst. En sé sáðslélta kosin, skiptir litlu, hvenær ræktuninni er
lokið og grasfræi sáð í flagið. Bylta má landinu mörgum sinnum og
rækta þar eitthvað annað en túngrös í lengri eða skemmri tíma, ef það
telst hagkvæmt. Af sáningu grasfræsins leiðir líka það, að menn geta ráð-
ið því að verulegu leyti, hvaða grastegundir verða rikjandi í nýrækt-
inni, en í græðisléttunni ræður tilviljun og handahóf mestu. Það er
augljóst, að þetta hefur líka megingildi, þegar ræktað er gróðursnautt
land eða land, sem er vaxið lélegum, náttúrlegum gróðri. Það er því
verulegur munur á þessum tveimur ræktunaraðferðum, jafnvel þótt
jarðvinnslunni sé hagað nákvæmlega eins í báðum. Spurningin er svo,
hvort sáðsléttan hefur svo mikla ræktunarlega yfirburði umfram græði-
sléttuna, að þeir geti greitt þann litla aukakostnað, sem grasfræið og
sáning þess hefur í för með sér.
Það er ekki úr mörgum raunhæfum samanburðartilraunum á rækt-
unaraðferðum að velja. En í gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands
voru á árunum 1928—1937 gerðar slíkar samanburðartilraunir, og
sýna þær mjög skýrar og athyglisverðar niðurstöður. Þar sem þetta
munu einu samanhurðartilraunirnar af þessu tagi, er gerðar hafa verið
hér á landi og byggðar eru á nákvæmum mælingum og athugunum,
verða þær nú raktar nokkuð.