Búfræðingurinn - 01.01.1947, Side 37
BÚFRÆÐINGURINN
35
TAFLA III
Ahrij áburðarbreytingar á nýrœkt.
Fornræktað land Nýræktað land
]Jaksl.: Græðisb: Sáðsl.: Þaksl.: Græðisl.: Sáðsl.:
Tilb. áburður (búfjáráb. fyrstu sex árin) 62.8 63.4 82.8 63.8 62.7 76.7
Búfjáráburður öll árin 56.7 55.4 70.5 48.6 47.3 61.9
Vaxtarauki f. breytinguna Búfjáráb. (tilb. áburður 6.1 8.0 12.3 15.2 15.4 14.8
fyrstu sex árin) 62.1 60.0 70.5 42.7 38.0 52.5
Tilbúinn áburður öll árin 74,2 70.3 72.3 50.7 47.3 59.6
Vaxtarauki f. breytinguna -f-12.1 -r-10.3 -bl.8 4-8.0 4-9.3 4-7.1
legast að geta borið í það búfjáráburð, sé þess kostur, og svo mikið
sem tök eru á. Þessi þörf er því meiri, sem landið er ófrjórra. Þá skort-
ir stundum smáverugróður í jarðveginn, svo að gagnið af áburðinum
verður ekki einungis frjóvgun, heldur einnig smitun. Auk þessa er full-
sannað, að notagildi búfjáráburðarins (mykjunnar) vex stórum við
það að komast niður í moldina, samanborið við yfirbreiðslu. Þetta
gildir aðallega um hinn fasta hluta búfjáráburðarins, en síður um
hlandið. Það mun mega fullyrða, að notagildi mykjunnar sé tvöfalt
til þrefalt, þegar hún er plægð niður, samanborið við yfirbreiðslu, og
er því sjálfsagt að grípa tækifærið, þegar hægt er að koma henni niður
í jörðina kostnaðarlítið. Hins vegar er oftast vel gerlegt að rækta, þótt
einungis sé völ á tilbúnum áburði.
Af framansögðu leiðir, að rétt er að bera búfjáráburðinn, ef þess
er kostur, í flögin, meðan verið er að vinna þau, og nægilega snemma,
til þess að hann vinnist vel niður í moldina. Þó má ekki bera áburð-
inn í flögin, fyrr en tilfærslu er lokið. Ákjósanlegast er að plægja
áburðinn niður, en sú aðferð verður þó varla notuð, þegar á að gera
græðisléttur, því að þá gæti grasrótin auðveldlega lent of djúpt. Enn-
fremur er oft vandkvæðum bundið að plægja flög þegar eftir fyrstu
vinnslu, áður en moldin fær tíma til að setjast og fúna.
Til greina getur komið með land, sem frá náttúrunnar hendi er því
sem næst slétt og þarfnast því engrar tilfærslu, að plægja mykjuna
niður, um leið og landið er plægt í fyrsta sinn, en þannig hagar mjög
sjaldan til. Venjulega verður því, þegar græðisléttur eru gerðar, að