Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 38
36
BÚFRÆÐINGURINN
bera búfjáráburöinn í flögin, áður en jöfnun er lokið, og herfa þau
síðan rækilega, svo að áburðurinn jafnist sem bezt saman við jarð-
veginn. Það má þó heita nær ókleift að herfa svo vel, að ekki liggi
eitthvað af áburðinum ofan ó moldinni, þegar vinnslu er lokið.
Engin leið er að gefa neinar ákveðnar reglur um, hve mikinn áburð
skuli bera í nýræktarflögin. Nær aldrei mun þurfa að kvíða því, að of
langt verði gengið, þegar um mykju eða annan fastan búfjáráburð er
að ræða, og langoftast mun verða að nægja óburðarskannntur, sem
er langt undir því, er telja mætti æskilegt. Nefna má sem dæmi um
dágott áburðarmagn í nýræktarland 60—100 þús. kg af mykju á ha,
en komast má af með miklu minna, allt niður í 30 þús. kg á ha. Ef
áburðarmagnið er minna, er örðugt að dreifa því svo jafnt um flagið,
að áhrifa þess gæti nokkurn veginn eins alls staðar.
Þegar búfjóráburður er borinn í flögin, verður að dreifa honum
jafnt yfir. Bezt verður þetta gert með áburðardreifara, en flestir verða
að notast við handdreifingu. Við dreifinguna er ágætt að nota lipra,
fimm arma kvísl og slá vel sundur alla stóra köggla. Einkum ber að
gæta þess, að ekki verði of mikið eftir í hlassasætunum. Leitt er að sjá
nýræktir allar toppóttar vegna slæmrar dreifingar á áburðinum.
Þá gelur skipt miklu máli, að áburðurinn sé plægður eða herfaður
niður, þegar eftir að honum hefur verið ekið á og dreift, því að ella
getur mjög mikið af verðmætum efnum (köfnunarefni) gufað út í loft-
ið, einkum ef veður er þurrt og blástur.
Danskar tilraunir hafa sýnt mæta vel, hve vandmeðfarinn búfjár-
áburðurinn er. A nokkrum tilraunastöðvum þar í landi voru gerðar til-
raunir með að plægja 20 þús. kg á ha af mykju niður, samstundis og
henni var ekið út ó akurinn og eftir misjafnlega langan tíma. Enn frem-
ur var hálft magn þessa áburðar plægt niður tafarlaust. Sjá töflu IV.
Rófutilraunin fékk tvöfaldan áburð.
Af þessum tilraunum er augljóst, að mykja, sem legið hefur fjóra
daga óplægð ofan á akrinum, gefur ekki hálfan árangur á fyrsta ári,
samanborið við mykjuna, sem plægð er niður, um leið og hún er
borin á.
Það er að vísu heldur sjaldgæft, að við ökum lilandi í nýræktarflög-
in, því að venjulega er þess nóg þörf annars staðar. Þetta getur þó
verið fullkomlega réttmætt. En þar sem verkanir þess eru örar, eigi
ólíkar tilbúnum áburði, verður að miða áburðarmagnið nokkuð við